Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:56 Grace Millane var 22 ára þegar hún var myrt. Til hægri má sjá manninn sem grunaður er um að hafa myrt hana flytja lík hennar í ferðatösku. Mynd/Samsett Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29