Allir eftirlifandi grindhvalirnir voru aflífaðir í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2019 11:31 Frá fjörunni við Sauðanes í gær. Hvalirnir voru flestir lifandi þegar smalafólk kom að þeim en hafa nú verið aflífaðir. Mynd/Steinar Snorrason Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason
Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15
Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36