Innlent

Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi

Kjartan Kjartansson skrifar
Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í dag.
Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í dag. Steinar Snorrason

Um sextíu grindhvalir syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í dag. Smalafólk gekk fram á hvalina og lét lögreglu vita. Steinar Snorrason, varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn, áætlar að um 15-20 dýr hafi verið dauð þegar menn komu á staðinn en reynt verði að bjarga þeim sem enn eru lifandi.

Tilkynning um hvalina barst um klukkan 16:00 í dag, að sögn Steinars. Þá var háflóð en nú er byrjað að fjara undan hvölunum. Björgunarsveitarfólk og sjálfboðaliðar ætli að reyna hvað þeir geta að halda hvölunum lifandi þar til á flóði á milli klukkan fjögur og fimm í nótt.

Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði.

Steinar Snorrason
Steinar Snorrason


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.