Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2019 14:48 Frohnmaier var kjörinn á þing í september árið 2017. Rússnesku skjölin eru frá því í apríl sama ár. Vísir/EPA Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Skjöl sem fóru á milli rússnesk fyrrverandi þingmanns og háttsetts embættismanns í ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta Rússlands benda til þess að Rússar hafi talið sig geta stjórnað algerlega núverandi þingmanni þýska hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands (AfD). Markus Frohnmaier var kjörinn á þing fyrir AfD í september árið 2017. Hann hefur ítrekað gagnrýnt refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi, heimsótt Krímskaga og austurhluta Úkraínu sem er á valdi uppreisnarmanna hliðhollum Rússum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rannsókn BBC, þýska tímaritsins Der Spiegel, þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ZDF og ítalska dagblaðsins La Repubblica á gögnum sem samtök á vegum Mikhails Khódorkovskí, rússnesks fyrrverandi ólígarka, grófu upp er sögð varpa ljósi á tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á vestræn stjórnmál. Skjalið sem fjölmiðlarnir komust yfir virðist vera lýsing á þeim tilraunum frá því í apríl árið 2017. Í því kemur fram að Frohnmaier geti verið „algerlega stjórnað“ af Rússum, hjálpi þeir honum að vinna sæti á þýska sambandsþinginu. Sendandinn var Petr Mremyak, fyrrverandi leyniþjónustumaður og fyrrveraandi þingmaður í efri deild rússneska þingsins, til Sergeis Sokolov, háttsetts embættismanns í stjórn Pútín.Segir skjalið falsað Ekki liggur fyrir hvort að rússnesk stjórnvöld hafi fylgt því eftir og stutt framboð Frohnmaier sem segist sjálfur ekkert kannast við skjalið. „Ég held að þetta sé falsað skjal,“ sagði hann. BBC segist hafa séð annað skjal: bréf þar sem svo virðist sem að beðið sé um aðstoð fyrir hönd framboðs Frohnmaier. Þar sé beðið um „efnislega aðstoð“ auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun í Rússlandi gæti verið frambjóðandanum hjálpleg. Í staðinn myndi Frohnmaier tala um mikilvægt góðra samskipta við Rússland, refsiaðgerðir og afskipti Evrópusambandsins af rússneskum stjórnmálum í kosningabaráttu sinni. Lögmenn þingmannsins neita því að hann hafi beðið um eða notið nokkurrar aðstoðar og að hann hafi ekki verið undir stjórn nokkurs.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38 Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26 Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33 Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
AfD kalla eftir útgöngu Þýskalands úr ESB Þýxit gæti verið í nánd en flokksmenn AfD samþykktu í dag að berjast fyrir útgöngu Þýskalands úr ESB verði kröfum AfD um endurbætur innan ESB ekki mætt. 13. janúar 2019 19:38
Stolnar persónuupplýsingar þýskra stjórnmálamanna birtar á netinu Angela Merkel er á meðal þeirra sem lenti í árás óþekktra tölvuþrjóta. 4. janúar 2019 11:26
Lögreglan dregur í efa lýsingu á árás á þýskan þingmann Þingmaður Valkosts fyrir Þýskalands hlaut alvarlega höfuðáverka en ekkert bendir til þess að hann hafi verið barinn þar sem hann lá í jörðinni eins og hann lýsti. 10. janúar 2019 07:33
Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08