Van Dijk stækkaði um átján sentímetra eitt sumarið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 09:00 Virgil van Dijk með Sadio Mane en það er mikill stærðarmunur á þeim. Getty/Andrew Powell Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019 Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira