Van Dijk stækkaði um átján sentímetra eitt sumarið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 09:00 Virgil van Dijk með Sadio Mane en það er mikill stærðarmunur á þeim. Getty/Andrew Powell Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019 Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Virgil van Dijk er kominn í hóp allra bestu varnarmanna heims og var heldur betur happakaup fyrir Liverpool fyrir í janúar í fyrra. Blaðamaður BBC settist niður með hollenska miðverðinum og fræddist meira um sögu hans og framtíðarsýn. Virgil van Dijk fer ekkert í felur með það að hann hefur sett stefnuna á það að verða Liverpool-goðsögn. Hann hefur spilað frábærlega á þessu tímabili og lítur út fyrir að vera eitt stærsta púslið sem vantaði í mögulegt meistaralið Liverpool. Van Dijk hefur á fimm árum farið frá því að spila með hollenska liðinu Groningen í það að spila með Liverpool en á leiðinni spilaði hann með Celtic í Skotlandi og Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var tilbúð að borga fyrir hann 75 milljónir punda í lok desember 2017 og sér ekki eftir þeim pening í dag."I grew 18cm in one summer" Virgil van Dijk tells @GuillemBalague how a sudden growth spurt caused pain and injury.https://t.co/K6WiX4DuVEpic.twitter.com/d2wSqg19dZ — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019 Í viðtalinu talar Van Dijk meðal annars um upphafsárin sín í fótboltanum og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Guillem Balague hjá BBC fékk hollenska miðvörðinn til að segja frá fyrstu sporunum. Van Dijk er núna 193 sentímetrar á hæð og algjör klettur í vörn Liverpool en hann var ekki alltaf með sentímetrana með sér. „Ég var ekki hávaxinn fyrr en ég fékk vaxtarkipp. Þegar ég var sextán ára þá var yngri bróðir minn að verða hærri en ég. Ég stækkaði hins vegar um átján sentímetra sumarið sem ég varð átján ára,“ segir Virgil van Dijk."Before I signed my contract, I was 15 or 16 and working as a dishwasher in a Breda restaurant." An in-depth interview on the life of Virgil van Dijk: https://t.co/csiJ7VE1Fxpic.twitter.com/aWJ3PvRG0P — BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2019Þessi mikli vaxtarkippur kom aftur á móti með vandamál með sér. „Hnéð mitt var óstöðugt og ég var með náravandamál. Það voru svo mikið af vandamálum hjá mér með skrokkinn eftir þetta. Þá fór ég í alvöru endurhæfingu með sjúkraþjálfara í sex vikur. Eftir það fór ég að spila vel,“ sagði Van Dijk „Þegar ég var sextán ára þá var ég hægur hægri bakvörður og þótti ekki nógu góður til að spila miðvörð. Ég var aldrei framúrskarandi leikmaður fyrr en ég fór að spila með nítján ára liðinu og fékk fyrirliðabandið. Þá gekk allt miklu betur. Ég spilaði nokkra leiki með 23 ára liðinu og þó fóru hlutirnir að gerast fljótt,“ sagði Van Dijk. Van Dijk segir líka frá tíma sínum hjá FC Groningen þar sem hann fékk sinn fyrsta atvinnumannasamning. „Ég þurfti að hjóla á æfingar og fyrstu launin mín fóru í ökutíma. Áður en ég skrifaði undir samninginn þá var ég vinna í uppvaskinu á veitingastað í Breda,“ segir Van Dijk. Van Dijk segir líka frá erfiðum veikindum sínum þar sem hann þurfti að vera í þrettán daga á spítala. Það má finna allt viðtalið við hann hér.From being a dish-washer to being one of the Premier League's best defenders. Hear @VirgilVDijk in his own words in and exclusive interview with @GuillemBalague. Listen and download the full interview ? https://t.co/tLYG8NlklT#LFCpic.twitter.com/SYs9wTjh23 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) February 21, 2019
Enski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira