Dýrara að urða sorp með grænum skatti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júní 2019 19:45 Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári. Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að svokallaðir grænir skattar verði lagðir á urðun sorps. Með skattinum verður dýrara að urða sorp og um leið samkeppnishæfara að endurvinna. Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðuðum úrgangi er um sjö prósent af losun áÍslandi. Með grænum skatti er markmiðið að mynda hvata til að flokka sorp. „Um er að ræða tvenns konar græna hvata. Annars vegar að leggja skatt á urðun sorps sem er í dag um sjö prósent af þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem íslensk stjórnvöld bera beina ábyrgð á,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hins vegar stendur til að setja skatta á gös sem notuð eru í kælibúnaði og eru einnig ábyrg fyrir um sjö prósent af útlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi að sögn Guðmundar.Með græna skattinum verður dýrara að urða sorp að sögn Guðmundar Inga.Fréttablaðið/ErnirUm er að ræða aðgerðir sem hvetja til umhverfisvænni hegðunar einstaklinga og fyrirtækja. Guðmundur vonar að aðgerðirnar skili sér í því að það dragi úr útlosun gróðurhúsalofttegunda og þar með minnkun loftlagsáhrifa. „Þetta eru að mínu mati mjög mikilvægar aðgerðir í umhverfismálum til að hvetja til þess að það verði flokkað meira. Með urðununni erum við að valda of mikilli útlosun gróðurhúsalofttegunda en með þessum skatti verður dýrara að urða og samkeppnishæfara að endurvinna,“ sagði Guðmundur Ingi. Þessi svokallaði græni skattur er hluti af tillögum í fjármálaáætlun sem var til umræðu í þinginu í dag. Von er á því að græni skatturinn verði innleiddur í skrefum á næsta og þar næsta ári.
Alþingi Skattar og tollar Umhverfismál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira