Raðmorðingi sér fram á sitt síðasta og segist bera ábyrgð á dauða 60 kvenna Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 10:49 Samuel Little afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu. Vísir/AP Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71. Bandaríkin Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Raðmorðingi sem hefur viðurkennt að hafa skilið eftir sig slóð dauðra kvenna um áratugaskeið í fjölda ríkja Bandaríkjanna hefur nú verið tengdur við rúmlega 60 dauðsföll. Raðmorðinginn heitir Samuel Little en hann afplánar í dag lífstíðardóm fyrir að myrða þrjár konur í Los Angeles. Hann er orðinn 79 ára gamall og við slæma heilsu og hefur reynst samstarfsfús í garð rannsakenda undanfarið. Rannsakendur óupplýstra sakamála hafa leitað til hans upp á síðkastið og reynt að hafa hraðar hendur sökum heilsu hans en Little er sagður einn afkastamesti raðmorðinginn í sögu Bandaríkjanna. Þetta héldu bandarísk yfirvöld fram þegar hann hafði verið tengdur við 36 dauðsföll. Little vill meina að morðæði sitt hafi náð yfir 35 ára tímabili, frá 1970 til 2005.Vill að fórnarlömbin finnist Héraðssaksóknari í Ectons-sýslu, Bobby Bland, segir Little ekki komast lengra með sín mál í réttarkerfinu sem hafi orðið til þess að hann fór að reynast rannsakendum samstarfsfús. „Á þessum tímapunkti í lífi hans er hann staðráðinn í að láta finna lík fórnarlamba sinna,“ sagði Bland. Á meðal þeirra sem rannsakenda sem ræddu við hann voru rannsakendur frá Ohio-ríki, þar sem Little ólst upp, en hann er sakaður um að hafa myrt í það minnsta fimm konur þar. Little var sakfelldur fyrir morð á þremur konum á Los Angeles-svæðinu en hann játaði einnig að hafa myrt konu í Texas-ríki. Hann afplánar lífstíðardóm í Kaliforníu ríkisfangelsinu. Hann heldur því fram að hann hafi myrt 93 konur á för sinni um Bandaríkin.Þegar réttað var yfir Little í Los Angeles árið 2014 töldu saksóknarar líkur á að hann bæri ábyrgð á í það minnsta dauða fjörutíu manneskja frá árinu 1980. Á þeim tíma tengdu yfirvöld Little við dauða fólks í ríkjunum Flórída, Georgia, Kentucky, Louisiana, Mississippi, Missouri, Ohio og Texas.Lögreglumaður vann sér inn traust hans Little reyndist þó ekki samstarfsfús á þeim tíma en Bland þakkaði lögreglumanninum James Holland, frá Texas, fyrir að ávinna sér traust Little og ná úr honum fjölda játninga. Holland ferðaðist til Kaliforníu í fyrra til að ræða við Little um óupplýst sakamál í Texas. Það leiddi til þess að Little var framseldur til Texas þar sem hann gekkst við því að hafa kyrkt Denise Christie Brothers í borginni Odessa í desember árið 1994. Þeir héldu áfram að tala saman, Holland og Little, eftir að Little var sendur aftur til ríkisfangelsisins í Kaliforníu en Holland er sá sem heldur því að Little beri ábyrgð á dauða 93 manneskja.Ekkert reynst rangt Upplýsingarnar frá Holland voru senda til rannsakenda víða um Bandaríkin sem varð til þess að leiðir þeirra allra lágu til Little í Kaliforníu. Bland sagði að fórnarlömb Little hefðu oftast kafnað eða verið kyrkt. Í mörgum tilvika voru ekki sýnilegir áverkar sem varð til þess að rannsakendur töldu að dauði þeirra hefði ekki borið að með saknæmum hætti. „Hann hefur ekki enn veitt villandi upplýsingar. Það hefur ekkert reynst rangt,“ sagði Bland á blaðamannafundi í gær. Gary Ridgway, sem var kallaður Green River Killer, játaði að hafa myrt 49 konur og stúlkur, sem gerði hann að einum hryllilegasta raðmorðingja sögunnar, en hann hélt því sjálfur fram að fórnarlömb hans væru 71.
Bandaríkin Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira