Enski boltinn

Leikmannahópur Manchester City sá dýrasti í sögunni: Fyrsta liðið sem kostar yfir milljarð evra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City fagna marki.
Manchester City fagna marki. vísir/getty
Leikmannahópur Manchester City er sá fyrsti sem er virði yfir milljón evra en þetta segir í skýrslu frá CIES Football Observatory.

CIES er tölfræðifyrirtæki sem fjallar um fótbolta og tók fyrir alla leikmannahópana í fjórum stærstu deildunum; ensku deildinni, ítölsku, spænsku og þýsku.

City hefur eytt vel af peningum síðan félagið var tekið yfir 2008 en nú félagið eytt 1,014 billjónum evra í núverandi leikmannahóp sinn.

Með þessum kaupum tók City fram úr PSG (913 milljónir evra) og Real Madrid (902 milljónir evra) sem eru í öðru og þriðja sætinu.







Paderborn er með ódýrasta leikmannahópinn en þeir eru nýliðar í efstu deildinni í Þýskalandi. Leikmannahópur þeirra kostar fjórar milljónir evra.

Manchester United er í sjötta sætinu og kosta 751 milljónir evra en Manchester City er 32 sinnum dýrara en nýliðarnir í Norwich til að mynda.

Hér að neðan má sjá topp tíu listann.

Topp tíu:

Félag - verðgildi núverandi leikmannahóps:

1. Manchester City - 1.014 billion

2. Paris St-Germain - 913m

3. Real Madrid - 902m

4. Manchester United - 751m

5. Juventus - 719m

6. Barcelona - 697m

7. Liverpool - 639m

8. Chelsea - 561m

9. Atletico Madrid - 550m

10. Arsenal - 498m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×