Rútubílstjórinn í slysinu við Kirkjubæjarklaustur lýsir mikilli pressu og álagi í stéttinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júlí 2019 09:00 Frá slysstað skammt utan Kirkjubæjarklaustri. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar segir tilefni til að skoða hvort fjölga þurfi ekki ástandsskoðunum atvinnuökutækja hérlendis. Vísir/Vilhelm Helgi Haraldsson, hópferðabílstjórinn sem fyrir helgi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir slysið í desember 2017 á Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri, slasaðist sjálfur alvarlega í þegar rútan valt. Slysið gjörbreytti lífi hans. „Ég er bara í klessu,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. Mun líklegast áfrýja dómnum Auk þess að vera dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, var hann sviptur ökuréttindum í tvö ár frá dómsuppsögu og þá þarf Helgi að greiða hátt í þrjár milljónir króna í sakarkostnað. Helga finnst dómurinn byggja á rangfærslum og hyggst áfrýja honum nema lögfræðingar hans ráði honum alfarið frá því. Sjá nánar: Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Fjörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni. Tveir ferðamenn létust og fjölmargir voru fluttir slasaðir af vettvangi, þar af tólf með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveir af þeim slösuðust alvarlega. Viðbragðsaðilar komu að Helga þar sem hann lá rotaður á framrúðunni við veginn. Helgi segist enn þá ganga haltur því hann meiddist á mjöðm. „Það er til nóg af öðrum bílstjórum“ „Svo sprakk kálfinn á mér. Ég átti lengi í þeim meiðslum vegna þess að það þurfti að bæta svo mikið inn á vöðvann. Í staðinn fyrir að fara í skinnflutning þá var sárið grætt með þorskroði sem er framleitt á Ísafirði,“ segir Helgi. Hann er enn í sjúkraþjálfun og er kominn á örorku. Helgi segir fjölgun ferðamanna hér á landi hafa orðið til þess að álag á rútubílstjóra sé mun meira en áður var. Fram hefur komið að ástand hópferðabílsins hafi verið óviðunandi. „Ég var á honum [rútubílnum] annan daginn í röð. Þetta var þriðji dagurinn með hópinn en fyrsta daginn var ég á lánsbíl frá öðru fyrirtæki,“ segir Helgi sem hugnaðist ekki rútan sem honum var gert að keyra. Hann segir álagið á rútubílstjóra vera mikið og þeir oft í erfiðri stöðu gagnvart vinnuveitendum sínum. „Já, en svona er þetta bara. Það er bara orðið þannig í rekstri á Íslandi. Ef ég geri einhverjar athugasemdir eða neita þá er mér bara sagt: Já, það er til nóg af öðrum bílstjórum.“ Slysið gerðist þegar Helgi var í dagsferð inn að Jökulsárlóni frá Hafnarfirði. Hann segir að eftir slysið hafi menn áttað sig á því hve mikið álagið sé í raun í slíkum túrum. Það varð til þess að allar götur síðan eru tveir bílstjórar sendir í slíka túra. „Þetta er átta hundruð kílómetra-dagur og ég var að keyra allan daginn áður og um kvöldið í norðurljósaferð.“ Frá vettvangi slyssins þann 27. desember 2017.Vísir/Vilhelm Í viðkvæmri stöðu gagnvart vinnuveitendum Helgi var ekki sakfelldur fyrir ástand bifreiðarinnar heldur fyrir að hafa keyrt of hratt miðað við aðstæður og með of stutt bil á milli bifreiða án nægjanlegrar aðgæslu. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið látinn axla ábyrgð á slæmu ástandi bifreiðarinnar hefur þetta mál og fleiri dómar sem fallið hafa yfir hópferðabílstjórum á síðustu árum vakið upp umræðu um stöðu hópferðabílstjóra gagnvart vinnuveitendum og þá ábyrgð sem þeir bera samkvæmt lögunum í þeirri mynd sem þau eru nú. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sagði í samtali við fréttastofu um helgina að mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja væru óljós þegar slys ættu sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Sjá nánar: Mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn sé í fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Segir bifreiðina ekki átt að hafa verið í umferðinni Bíltæknirannsókn á hópferðabifreiðinni leiddi í ljós að hemlagetu hennar hafi verið verulega ábótavant. Aðeins eitt hjól var fullneglt og örfáir naglar í hinum. Bifreiðin hefði í raun ekki að vera í umferð vegna skorts á viðhaldi en þrátt fyrir þetta fór hún í gegnum ástandsskoðun um haustið, aðeins örfáum mánuðum fyrir slysið. Helgi segir að mörgum hópferðabílstjórum finnist ósanngjarnt að það sé á ábyrgð rútubílstjóra að ökutækin, sem þeir hafa kannski aldrei keyrt áður, séu í góðu ástandi og beri ábyrgð á því samkvæmt lögunum. Rútuslysið varð á Suðurlandsvegi sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur.Vísir/map.is Umhugsunarvert hvort fjölga ætti ástandsskoðunum Fjalar Úlfarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar sem gerði út bílinn, segir í samtali við fréttastofu að af þessu hræðilega atviki megi draga lærdóm. Hann segir tilefni til að skoða hvort ekki þurfi að gera kröfu um tíðari ástandsskoðanir þegar í hlut eiga hópferðabílar og flutningabílar. „Atvinnutæki sem eru allajafna meira á ferðinni en einkabíllinn að þeir séu með tíðari skoðanir. Hvort það ætti að vera tvisvar á ári eða bara strangari skoðun,“ segir Fjalar. Ekki þótti ástæða til að ákæra fyrirtækið í ljósi þess að farið var eftir lögum og reglum. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í febrúar síðastliðnum og er ekki lengur í rekstri. „Þessi tiltekni bíll var í bremsu upptekt á viðurkenndu verkstæði í Reykjavík í ágúst eða september, sama ár,“ segir Fjalar sem bætir við að bíllinn hafi sannarlega verið á vetrardekkjum. Það sé þó reglulega erfitt að halda nöglunum heilum þegar keyrt sé á malbiki alla daga. „Þetta gerðist og ef menn geta dregið lærdóm og bætt eitthvað úr þá er það mjög jákvætt.“ Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Hann telur viðhald bifreiða oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. 29. júní 2019 20:45 Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Rútubílstjóri sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember 2017 hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 28. júní 2019 14:22 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Helgi Haraldsson, hópferðabílstjórinn sem fyrir helgi var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir slysið í desember 2017 á Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri, slasaðist sjálfur alvarlega í þegar rútan valt. Slysið gjörbreytti lífi hans. „Ég er bara í klessu,“ segir Helgi í samtali við fréttastofu. Mun líklegast áfrýja dómnum Auk þess að vera dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi, var hann sviptur ökuréttindum í tvö ár frá dómsuppsögu og þá þarf Helgi að greiða hátt í þrjár milljónir króna í sakarkostnað. Helga finnst dómurinn byggja á rangfærslum og hyggst áfrýja honum nema lögfræðingar hans ráði honum alfarið frá því. Sjá nánar: Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Fjörutíu og fjórir kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni. Tveir ferðamenn létust og fjölmargir voru fluttir slasaðir af vettvangi, þar af tólf með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Tveir af þeim slösuðust alvarlega. Viðbragðsaðilar komu að Helga þar sem hann lá rotaður á framrúðunni við veginn. Helgi segist enn þá ganga haltur því hann meiddist á mjöðm. „Það er til nóg af öðrum bílstjórum“ „Svo sprakk kálfinn á mér. Ég átti lengi í þeim meiðslum vegna þess að það þurfti að bæta svo mikið inn á vöðvann. Í staðinn fyrir að fara í skinnflutning þá var sárið grætt með þorskroði sem er framleitt á Ísafirði,“ segir Helgi. Hann er enn í sjúkraþjálfun og er kominn á örorku. Helgi segir fjölgun ferðamanna hér á landi hafa orðið til þess að álag á rútubílstjóra sé mun meira en áður var. Fram hefur komið að ástand hópferðabílsins hafi verið óviðunandi. „Ég var á honum [rútubílnum] annan daginn í röð. Þetta var þriðji dagurinn með hópinn en fyrsta daginn var ég á lánsbíl frá öðru fyrirtæki,“ segir Helgi sem hugnaðist ekki rútan sem honum var gert að keyra. Hann segir álagið á rútubílstjóra vera mikið og þeir oft í erfiðri stöðu gagnvart vinnuveitendum sínum. „Já, en svona er þetta bara. Það er bara orðið þannig í rekstri á Íslandi. Ef ég geri einhverjar athugasemdir eða neita þá er mér bara sagt: Já, það er til nóg af öðrum bílstjórum.“ Slysið gerðist þegar Helgi var í dagsferð inn að Jökulsárlóni frá Hafnarfirði. Hann segir að eftir slysið hafi menn áttað sig á því hve mikið álagið sé í raun í slíkum túrum. Það varð til þess að allar götur síðan eru tveir bílstjórar sendir í slíka túra. „Þetta er átta hundruð kílómetra-dagur og ég var að keyra allan daginn áður og um kvöldið í norðurljósaferð.“ Frá vettvangi slyssins þann 27. desember 2017.Vísir/Vilhelm Í viðkvæmri stöðu gagnvart vinnuveitendum Helgi var ekki sakfelldur fyrir ástand bifreiðarinnar heldur fyrir að hafa keyrt of hratt miðað við aðstæður og með of stutt bil á milli bifreiða án nægjanlegrar aðgæslu. Þrátt fyrir að Helgi hafi ekki verið látinn axla ábyrgð á slæmu ástandi bifreiðarinnar hefur þetta mál og fleiri dómar sem fallið hafa yfir hópferðabílstjórum á síðustu árum vakið upp umræðu um stöðu hópferðabílstjóra gagnvart vinnuveitendum og þá ábyrgð sem þeir bera samkvæmt lögunum í þeirri mynd sem þau eru nú. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis sagði í samtali við fréttastofu um helgina að mörkin á milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja væru óljós þegar slys ættu sér stað. Viðhald bifreiða sé oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. Sjá nánar: Mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja „Manni finnst að útgerðarmenn eigi að bera einhverja ábyrgð á því líka að bíllinn sé í lagi. Því þeir eru að afhenda bílinn til langferðar og það er útgerðarmannsins að sjá til þess að bíllinn sé í fullkomnu lagi fyrir ferðina. Það er bílstjórans að renna yfir þau atriði sem hann getur farið yfir,“ sagði Óskar Jens Stefánsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis. Segir bifreiðina ekki átt að hafa verið í umferðinni Bíltæknirannsókn á hópferðabifreiðinni leiddi í ljós að hemlagetu hennar hafi verið verulega ábótavant. Aðeins eitt hjól var fullneglt og örfáir naglar í hinum. Bifreiðin hefði í raun ekki að vera í umferð vegna skorts á viðhaldi en þrátt fyrir þetta fór hún í gegnum ástandsskoðun um haustið, aðeins örfáum mánuðum fyrir slysið. Helgi segir að mörgum hópferðabílstjórum finnist ósanngjarnt að það sé á ábyrgð rútubílstjóra að ökutækin, sem þeir hafa kannski aldrei keyrt áður, séu í góðu ástandi og beri ábyrgð á því samkvæmt lögunum. Rútuslysið varð á Suðurlandsvegi sex kílómetra vestan við Kirkjubæjarklaustur.Vísir/map.is Umhugsunarvert hvort fjölga ætti ástandsskoðunum Fjalar Úlfarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hópferðabíla Akureyrar sem gerði út bílinn, segir í samtali við fréttastofu að af þessu hræðilega atviki megi draga lærdóm. Hann segir tilefni til að skoða hvort ekki þurfi að gera kröfu um tíðari ástandsskoðanir þegar í hlut eiga hópferðabílar og flutningabílar. „Atvinnutæki sem eru allajafna meira á ferðinni en einkabíllinn að þeir séu með tíðari skoðanir. Hvort það ætti að vera tvisvar á ári eða bara strangari skoðun,“ segir Fjalar. Ekki þótti ástæða til að ákæra fyrirtækið í ljósi þess að farið var eftir lögum og reglum. Fyrirtækið fékk heimild til greiðslustöðvunar í febrúar síðastliðnum og er ekki lengur í rekstri. „Þessi tiltekni bíll var í bremsu upptekt á viðurkenndu verkstæði í Reykjavík í ágúst eða september, sama ár,“ segir Fjalar sem bætir við að bíllinn hafi sannarlega verið á vetrardekkjum. Það sé þó reglulega erfitt að halda nöglunum heilum þegar keyrt sé á malbiki alla daga. „Þetta gerðist og ef menn geta dregið lærdóm og bætt eitthvað úr þá er það mjög jákvætt.“
Dómsmál Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Samgöngur Samgönguslys Skaftárhreppur Tengdar fréttir Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Hann telur viðhald bifreiða oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. 29. júní 2019 20:45 Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Rútubílstjóri sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember 2017 hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 28. júní 2019 14:22 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Segir mörkin óljós milli ábyrgðar bílstjóra og rútufyrirtækja Hann telur viðhald bifreiða oft ábótavant og bílstjórar ekki alltaf í stakk búnir til að fara yfir öll öryggisatriði. 29. júní 2019 20:45
Sex mánaða fangelsisdómur yfir rútubílstjóra í banaslysi Rútubílstjóri sem ók rútu sem ekið var aftan á fólksbíl og valt út af Suðurlandsvegi vestur af Kirkjubæjarklaustri í desember 2017 hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. 28. júní 2019 14:22