Erlent

Sjö hlutu lífstíðardóma fyrir hryðjuverkaárásir í Túnis

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
60 manns létust í árásinni.
60 manns létust í árásinni. Jeff J. Mitchell/Getty
Dómstóll í Túnis dæmdi í dag sjö menn til lífstíðarfangelsisvistar fyrir tvær hryðjuverkaárásir sem framdar voru í landinu með nokkurra mánaða millibili árið 2015. Sextíu manns týndu lífinu í árásunum tveimur.

Tugir sakborninga voru sóttir til saka vegna árásanna. Þó nokkrir þeirra voru sýknaðir. Þrír þeirra sem hlutu lífstíðardóma voru dæmdir vegna fyrri árásarinnar, sem átti sér stað í Bardo safninu í höfuðborg Túnis, Túnis, í mars. Þar létust 22 manns, 21 erlendur ferðamaður og einn túniskur öryggisvörður.

Hinir fjórir sem hlutu lífstíðardóma  vor dæmdir fyrir enn mannskæðari árás sem framin var á ferðamannastaðnum Sousse. Þar létust 38.

Aðrir sakborningar sem sakfelldir voru hlutu fangelsisdóma upp á sex til sextán ár, samkvæmt talskonu saksóknara í málinu. Eftir réttarhöldin kom fram að saksóknarar hygðust áfrýja niðurstöðu dómstóla í málum beggja árásanna.   

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.