Ólafur Karl Finsen um ástandið í Val: Allt það besta í lífinu byrjar á krísu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 10:00 Ólafur Karl Finsen fagnar marki með Andra Adolphssyni, Vísir/Vilhelm Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta en einn af leikmönnum liðsins skrifaði stuttan pistil inn á Instagram þar sem hann talar um að það sé líka gott að vera í Val í krísu. Valsliðið styrkti sig mikið fyrir tímabilið og bjuggust sumir við að þeir gætu hreinlega stungið af í sumar en annað hefur nú komið á daginn. Íslandsmeistarar Valsmanna eru í staðinn að bjóða upp á eina verstu titilvörn sögunnar. Ólafur Karl Finsen var í „vandræðastöðu“ Valsmanna í síðasta leik og skoraði mark Íslandsmeistaranna í 2-1 tapi á móti Stjörnunni. Valsmenn hafa nefnilega ekki náð að fylla í skarð danska framherjans Patrick Pedersen sem var markakóngur Pepsi deildarinnar í fyrra með 17 mörk í 21 leik. Ólafur Jóhannesson hefur reynt að nota marga leikmenn upp á topp og nú síðast var Ólafur Karl kominn þangað en hann er vanur að spila fyrir aftan fremsta mann. Ólafur Karl skoraði og var líka hársbreidd frá því að jafna leikinn í leikslok. Uppskeran var hins vegar fimmta tap Valsmanna í sjö leikjum. „Dýrmætasta reynslan í lífi mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir,“ skrifaði Ólafur Karl á Instagtam-síðu sína en hann hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og með Val. „Allt það besta í lífinu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgengni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu,“ skrifaði Ólafur Karl. Valsmenn hafa skorað samanlagt átta mörk í fyrstu sjö leikjum sínum og þeir Ólafur Karl Finsen og Gary Martin eru markahæstir með tvö mörk hvor. Á sama tíma í fyrra var Valsliðið í 2. sæti með 12 stig og 11 mörk og árið þar á undan sat liðið í toppsætinu eftir sjö umferðir með 16 stig og 13 fráköst. Hér fyrir neðan má sjá færslu Ólafs Karls Finsen. View this post on InstagramDýrmætasta reynslan í lífí mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir. Allt það besta í lífnu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgegni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu. @valurfotbolti A post shared by Ólafur Finsen (@olikalli) on Jun 4, 2019 at 8:49am PDT Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Sjá meira
Valsmenn sitja í neðsta sæti Pepsi Max deildar karla í fótbolta en einn af leikmönnum liðsins skrifaði stuttan pistil inn á Instagram þar sem hann talar um að það sé líka gott að vera í Val í krísu. Valsliðið styrkti sig mikið fyrir tímabilið og bjuggust sumir við að þeir gætu hreinlega stungið af í sumar en annað hefur nú komið á daginn. Íslandsmeistarar Valsmanna eru í staðinn að bjóða upp á eina verstu titilvörn sögunnar. Ólafur Karl Finsen var í „vandræðastöðu“ Valsmanna í síðasta leik og skoraði mark Íslandsmeistaranna í 2-1 tapi á móti Stjörnunni. Valsmenn hafa nefnilega ekki náð að fylla í skarð danska framherjans Patrick Pedersen sem var markakóngur Pepsi deildarinnar í fyrra með 17 mörk í 21 leik. Ólafur Jóhannesson hefur reynt að nota marga leikmenn upp á topp og nú síðast var Ólafur Karl kominn þangað en hann er vanur að spila fyrir aftan fremsta mann. Ólafur Karl skoraði og var líka hársbreidd frá því að jafna leikinn í leikslok. Uppskeran var hins vegar fimmta tap Valsmanna í sjö leikjum. „Dýrmætasta reynslan í lífi mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir,“ skrifaði Ólafur Karl á Instagtam-síðu sína en hann hefur bæði orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni og með Val. „Allt það besta í lífinu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgengni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu,“ skrifaði Ólafur Karl. Valsmenn hafa skorað samanlagt átta mörk í fyrstu sjö leikjum sínum og þeir Ólafur Karl Finsen og Gary Martin eru markahæstir með tvö mörk hvor. Á sama tíma í fyrra var Valsliðið í 2. sæti með 12 stig og 11 mörk og árið þar á undan sat liðið í toppsætinu eftir sjö umferðir með 16 stig og 13 fráköst. Hér fyrir neðan má sjá færslu Ólafs Karls Finsen. View this post on InstagramDýrmætasta reynslan í lífí mínu eru erfiðleikar. Maður lærir og síar út fólk sem ekki er tilbúið að standa við bakið á manni þegar mest á reynir. Allt það besta í lífnu byrjar á krísu. Þeir sem þola ekki erfiðleika njóta aldrei neinnar velgegni. Í Val er gott að vera. Líka í krísu. @valurfotbolti A post shared by Ólafur Finsen (@olikalli) on Jun 4, 2019 at 8:49am PDT
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Hverjar mæta FH í úrslitum? „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Sjá meira