Afríkubandalagið hefur vikið Súdan úr bandalaginu vegna ofbeldis hersins gegn mótmælendum. Stjórnarandstaðan í Súdan fullyrðir að varaherliðsmenn hafi drepið yfir hundrað manns í vikunni en yfirvöld segja að tæplega fimmtíu hafi verið drepnir.
Aðgerðir súdanska hersins gegn mótmælendum sem hafa haldið kyrru fyrir torgi við höfuðstöðvar hans í höfuðborginni Khartoum undanfarnar vikur hófust á mánudag. Hermenn skutu þá á mótmælendur og drápu nokkra. Félagar í vopnaðri sveit hliðhollri stjórnarhernum eru síðan sagðir hafa farið um borgina og drepið mótmælendur.
Stjórnarandstæðingar krefjast þess að borgarleg stjórn taki vil landinu af herforingjastjórn tók við völdum eftir að Omar al-Bashir hrökklaðist úr embætti forseta í apríl. Afríkubandalagið tekur undir þá kröfu og hótar súdönskum stjórnvöldum frekari aðgerðum verði þau ekki við henni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Ákvörðun bandalagsins var tekin samhljóða á neyðarfundi í Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, formaður framkvæmdastjórnar Afríkubandalagsins, krafðist tafarlausrar og gegnsærrar rannsóknar á drápum hersins á mótmælendum á mánudag.
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, heldur til Khartoum á morgun til að reyna að miðla málum á milli hersins og stjórnarandstöðunnar.
Súdan vísað úr Afríkubandalaginu

Tengdar fréttir

Herinn beitir valdi gegn mótmælendum í Súdan
Einn er sagður látinn eftir að öryggissveitir létu til skarar skríða gegn mótmælendum við höfuðstöðvar hersins.

Súdanski herinn boðar til skyndikosninga
Samkomulagi við stjórnarandstöðuna hefur verið rift og boðað til kosninga innan níu mánaða.

Súdanskar hersveitir hafa lokað fyrir umferð í og úr höfuðborg landsins
Sjálfstæðar hersveitir í Súdan hafa náð nýjum svæðum í höfuðborginni Khartoum, eftir að 30 mótmælendur voru drepnir á mánudag.

Sextíu sagðir fallnir í aðgerðum hersins gegn mótmælendum
Herinn er nú sagður tilbúinn til að taka upp viðræður við stjórnarandstöðuna aftur eftir að hann sleit þeim í gær.