Erlent

Ástralar kveðast reiðubúnir til að aðstoða við hvers kyns rannsóknir

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ástralskir embættismenn staðfestu í gærkvöldi að Trump hafi leitað til Scotts Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og beðið hann um að aðstoða við rannsókn á rannsókns Roberts Mueller á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintu samráði þeirra við framboð Trumps.

Trump hefur lengi verið ósáttur við rannsókn Muellers og kallað hana nornaveiðar. Að endingu komst Mueller að þeirri niðurstöðu að samráð hafi ekki verið sannað en hins vegar væri ekki hægt að fullyrða að forsetinn væri saklaus, meðal annars af því að hafa hindrað framgang réttvísinnar.Josh Frydenberg, fjármálaráðherra Ástralíu, tjáði sig um samskipt leiðtoganna í dag. „Sjáið til, ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu um málið og við sögðumst ávalt reiðubúin til samstarfs, að varpa ljósi á þessar rannsóknir.“Málið þykir svipa til símtals Trumps og Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta en í eftirriti af símtali þeirra, sem hefur verið birt opinberlega, má sjá Trump biðja Selenskíj um að rannsaka Joe Biden, líklegan forsetaframbjóðanda Demókrata. Það mál varð til þess að fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot og verður forsetinn mögulega ákærður til embættismissis.

William Barr dómsmálaráðherra fer með rannsóknina á Rússarannsókninni. Bandarískir miðlar hafa greint frá því að Barr hafi fundað með leyniþjónustufulltrúum annarra ríkja upp á síðkastið. Til að mynda Bretum og Ítölum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.