Lögbann sett á þungunarrofslögin í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 23:54 Frá mótmælum gegn hjartsláttarfrumvarpinu í Atlanta í Georgíu í maí. Vísir/Getty Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra. Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07