Ein martröð ekki nóg fyrir suma stuðningsmenn Burton Albion Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2019 10:30 Bradley Collins, markvörður Burton Albion, fékk á sig níu mörk eins og sjá má á úrslitaskiltinu. Getty/Michael Regan Miðvikudagskvöldið 9. janúar 2019 átti að ein af stærstu stundum enska fótboltafélagsins Burton Albion þegar það spilaði undanúrslitaleik í enska deildabikarnum á móti sjálfum Englandsmeisturunm Manchester City. Kvöldið breyttist aftur á móti í algjöra martröð á móti einu besta fótboltaliði heims. Þrjú þúsund stuðningsmenn Burton Albion voru búnir að tryggja sér miða á Ethiad og ætluðu ekki að missa af þessum risaleik í Manchester í gærkvöldi en það gekk líka skelfilega hjá þeim að komast á staðinn.Hundreds of Burton Albion supporters faced missing last night’s game due to traffic on the M6. Readhttps://t.co/zLGsJEg9Qmpic.twitter.com/HK5QE3MkjU — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019 34 rútur með stuðningsmönnum Burton Albion lentu í mikill umferðarteppu á leið sinni á leikinn og rétt náðu leiknum þar sem stuðningsmennirnir þurftu að horfa upp á níu marka rassskellingu í boði Englandsmeistaranna. M6 hraðbrautinni var lokað sem þýddi langar biðraðir hjá þeim sem ætluðu sér að komast frá Derbyshire til Manchester.An eight-hour journey… for 15 minutes of football. Spare a thought for these fanshttps://t.co/Wgtf1BercFpic.twitter.com/lIpnL8vJZJ — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019Þessir stuðningsmenn Burton Albion höfðu hinsvegar smá heppni með sér að missa ekki meira af leiknum þótt eflaust hefðu sumir þeirra kosið að gera það. BBC segir frá hrakförum eins stuðningsmanns Burton Albion sem lagði mikið á sig að komast á leikinn í gærkvöldi. Sú um ræðir heitir Emily og lagði af stað á leikinn frá London klukkan eitt um daginn en leikurinn átti að byrja 19.45. Emily var hinsvegar átta klukktuíma á leiðinni og missti af átta mörkum. Hún komst loksins inn á völlinn fimmtán mínútum fyrir leikslok og sá síðasta mark Manchester City. „Þetta var löng ferð fyrir aðeins fimmtán mínútur af fóbolta. Ég sat föst í fjóra tíma en ég var ekki tilbúin að snúa við því þar sem að ég ætlaði að ná leiknum þó svo að það væri bara lokin,“ sagði Emily í viðtali við BBC Radio 5.We are aware that some of our fanbase could not make tonight’s game at Manchester City due to exceptional traffic problems. Burton Albion greatly appreciates the efforts that all of our fans make, home and away, to support us. — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019Emily náði leiknum en BBC segir aðra sögu af Liz sem sat í föst í bíl sínum á M6 hraðbrautinni þegar martröð leikmanna Burton Albion lauk á Ethiad-leikvanginum. „Við erum ennþá rétt hjá Stoke-on-Trent en þetta er aðeins farið að hreyfast. Ég þurfti að vinna í Nottingham áður en ég lagði af stað á leikinn. Við komust hinsvegar ekki lengra en til Stoke áður en allt stoppaði. Ég er alveg eyðilögð en svona er þetta bara stundum,“ sagði Liz. Það er samt að heyra á henni að hún ætli ekki að missa af seinni leiknum. „Það er bara hálfleikur er það ekki,“ svaraði Liz. Nigel Clough, knattspyrnustjóri Burton Albion fann líka til með stuðningsmönnum liðsins. „Það versta við þetta kvöld var að stuðningsfólkið okkar sat fast í umferðateppu á leið sinni hingað. Þau ætluðu að koma hingað til að fagna í kvöld, ekki leiknum sjálfum, heldur því afreki liðsins að komast alla leið í þennan leik,“ sagði Nigel Clough.A huge thank you to all of our supporters at the Etihad Stadium this evening, you were absolutely brilliant! We hope that you have an easier journey home than you had to get here.#BAFCpic.twitter.com/uNgVNNjRmv — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019 Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Miðvikudagskvöldið 9. janúar 2019 átti að ein af stærstu stundum enska fótboltafélagsins Burton Albion þegar það spilaði undanúrslitaleik í enska deildabikarnum á móti sjálfum Englandsmeisturunm Manchester City. Kvöldið breyttist aftur á móti í algjöra martröð á móti einu besta fótboltaliði heims. Þrjú þúsund stuðningsmenn Burton Albion voru búnir að tryggja sér miða á Ethiad og ætluðu ekki að missa af þessum risaleik í Manchester í gærkvöldi en það gekk líka skelfilega hjá þeim að komast á staðinn.Hundreds of Burton Albion supporters faced missing last night’s game due to traffic on the M6. Readhttps://t.co/zLGsJEg9Qmpic.twitter.com/HK5QE3MkjU — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019 34 rútur með stuðningsmönnum Burton Albion lentu í mikill umferðarteppu á leið sinni á leikinn og rétt náðu leiknum þar sem stuðningsmennirnir þurftu að horfa upp á níu marka rassskellingu í boði Englandsmeistaranna. M6 hraðbrautinni var lokað sem þýddi langar biðraðir hjá þeim sem ætluðu sér að komast frá Derbyshire til Manchester.An eight-hour journey… for 15 minutes of football. Spare a thought for these fanshttps://t.co/Wgtf1BercFpic.twitter.com/lIpnL8vJZJ — BBC Sport (@BBCSport) January 10, 2019Þessir stuðningsmenn Burton Albion höfðu hinsvegar smá heppni með sér að missa ekki meira af leiknum þótt eflaust hefðu sumir þeirra kosið að gera það. BBC segir frá hrakförum eins stuðningsmanns Burton Albion sem lagði mikið á sig að komast á leikinn í gærkvöldi. Sú um ræðir heitir Emily og lagði af stað á leikinn frá London klukkan eitt um daginn en leikurinn átti að byrja 19.45. Emily var hinsvegar átta klukktuíma á leiðinni og missti af átta mörkum. Hún komst loksins inn á völlinn fimmtán mínútum fyrir leikslok og sá síðasta mark Manchester City. „Þetta var löng ferð fyrir aðeins fimmtán mínútur af fóbolta. Ég sat föst í fjóra tíma en ég var ekki tilbúin að snúa við því þar sem að ég ætlaði að ná leiknum þó svo að það væri bara lokin,“ sagði Emily í viðtali við BBC Radio 5.We are aware that some of our fanbase could not make tonight’s game at Manchester City due to exceptional traffic problems. Burton Albion greatly appreciates the efforts that all of our fans make, home and away, to support us. — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019Emily náði leiknum en BBC segir aðra sögu af Liz sem sat í föst í bíl sínum á M6 hraðbrautinni þegar martröð leikmanna Burton Albion lauk á Ethiad-leikvanginum. „Við erum ennþá rétt hjá Stoke-on-Trent en þetta er aðeins farið að hreyfast. Ég þurfti að vinna í Nottingham áður en ég lagði af stað á leikinn. Við komust hinsvegar ekki lengra en til Stoke áður en allt stoppaði. Ég er alveg eyðilögð en svona er þetta bara stundum,“ sagði Liz. Það er samt að heyra á henni að hún ætli ekki að missa af seinni leiknum. „Það er bara hálfleikur er það ekki,“ svaraði Liz. Nigel Clough, knattspyrnustjóri Burton Albion fann líka til með stuðningsmönnum liðsins. „Það versta við þetta kvöld var að stuðningsfólkið okkar sat fast í umferðateppu á leið sinni hingað. Þau ætluðu að koma hingað til að fagna í kvöld, ekki leiknum sjálfum, heldur því afreki liðsins að komast alla leið í þennan leik,“ sagði Nigel Clough.A huge thank you to all of our supporters at the Etihad Stadium this evening, you were absolutely brilliant! We hope that you have an easier journey home than you had to get here.#BAFCpic.twitter.com/uNgVNNjRmv — Burton Albion FC (@burtonalbionfc) January 9, 2019
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira