Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 18:45 Johnson var ósáttur á breska þinginu í dag. AP/Jessica Taylor Eins og svo oft áður ríkir algjör óvissa í útgöngumálinu. Næstu skref Boris Johnson forsætisráðherra eru óljós, ekki er víst hver framtíð útgöngusamningsins er og ekki er öruggt að Evrópusambandið samþykki bón Breta um að fresta útgöngu. Enn sem komið er eiga Bretar að ganga út þann 31. október. Johnson neyddist hins vegar til að biðja um frest þar sem þingið neitaði því að samþykkja samning hans á laugardaginn en vonast samt sem áður til þess að hægt sé að halda í settan útgöngudag. Þingið felldi í gær tillögu Johnson-stjórnarinnar að áætlun næstu daga sem miðaði að því að klára málið í tæka tíð. Gærdagurinn var þó ekki alfarið slæmur fyrir stjórnina en samþykkt var að halda áfram umræðum um plaggið. Johnson-stjórnin hyggst beita sér fyrir nýjum kosningum ef ESB samþykkir beiðni hennar um þriggja mánaða frestun. Forsætisráðherrann hafði þetta að segja á þinginu í dag: „Ég efast um að landsmenn vilji frestun. Ég vil enga frestun. Ég ætla mér að halda áfram en ég óttast um að við þurfum nú að bíða eftir því að vinir okkar í ESB ákveði þetta fyrir okkur.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist í dag ætla að beita sér fyrir samþykkt beiðninnar. Leiðtogi evrópsku samninganefndarinnar tók ekki jafnskýra afstöðu. „Fyrst og fremst er þörf á skýringum frá Bretum. Hver þeirra næstu skref verða. Það er undir Evrópusambandsríkjunum að ákveða eigin afstöðu til frestunar,“ sagði Michel Barnier. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Eins og svo oft áður ríkir algjör óvissa í útgöngumálinu. Næstu skref Boris Johnson forsætisráðherra eru óljós, ekki er víst hver framtíð útgöngusamningsins er og ekki er öruggt að Evrópusambandið samþykki bón Breta um að fresta útgöngu. Enn sem komið er eiga Bretar að ganga út þann 31. október. Johnson neyddist hins vegar til að biðja um frest þar sem þingið neitaði því að samþykkja samning hans á laugardaginn en vonast samt sem áður til þess að hægt sé að halda í settan útgöngudag. Þingið felldi í gær tillögu Johnson-stjórnarinnar að áætlun næstu daga sem miðaði að því að klára málið í tæka tíð. Gærdagurinn var þó ekki alfarið slæmur fyrir stjórnina en samþykkt var að halda áfram umræðum um plaggið. Johnson-stjórnin hyggst beita sér fyrir nýjum kosningum ef ESB samþykkir beiðni hennar um þriggja mánaða frestun. Forsætisráðherrann hafði þetta að segja á þinginu í dag: „Ég efast um að landsmenn vilji frestun. Ég vil enga frestun. Ég ætla mér að halda áfram en ég óttast um að við þurfum nú að bíða eftir því að vinir okkar í ESB ákveði þetta fyrir okkur.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist í dag ætla að beita sér fyrir samþykkt beiðninnar. Leiðtogi evrópsku samninganefndarinnar tók ekki jafnskýra afstöðu. „Fyrst og fremst er þörf á skýringum frá Bretum. Hver þeirra næstu skref verða. Það er undir Evrópusambandsríkjunum að ákveða eigin afstöðu til frestunar,“ sagði Michel Barnier.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira