Leik- og söngkonan Doris Day látin Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2019 13:24 Doris Day þegar hún hlaut Cecil B. DeMille-verðlaunin á Golden Globe-hátíðinni árið 1989. Vísir/AP Bandaríska leik- og söngkonan Doris Day er látin, 97 ára að aldri. Day var þekktust fyrir fjölda söngleikja og rómantískra gamanmynda auk söngferilsins. Hún var einnig þekkt baráttukona fyrir velferð dýra. Dýraverndunarsjóður Doris Day staðfesti andlát hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Day var af þýskum ættum og hét raunverulegu nafni Doris Mary Ann Kappelhoff. Hún var fædd í Cincinnatti í Ohio 3. apríl árið 1922. Day braust til frægar á stríðsárunum og var orðin launahæsta söngkona heims við lok seinna stríðs, að sögn The Guardian. Hún hóf kvikmyndaleik árið 1948 í söngleiknum „Rómantík á úthöfunum“. Í kjölfarið lék hún í fleiri söngleikjamyndum eins og „Te fyrir tvo“ og „Minn draumur er þinn“. Þá naut hún vinsælda fyrir hlutverk Ógæfu-Jane í samnefndri kvikmynd sem varð síðar að söngleik og sjónvarpsþáttum [e. Calamity Jane]. Síðar lék hún í mynd leikstjórans Alfreds Hitchcock „Maðurinn sem vissi of mikið“. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni „Koddahjali“ árið 1959. Á áttunda áratugnum einbeitti Day sér að baráttu fyrir velferð dýra og stofnaði sjóðinn sem er kenndur við hana. Hún hlaut frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2004. Day var fjórgift. Eina afkomandann átti hún með fyrsta eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Al Jorden. Sonur hennar Terry Melcher, tónlistarframleiðandi, lést árið 2004. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Bandaríska leik- og söngkonan Doris Day er látin, 97 ára að aldri. Day var þekktust fyrir fjölda söngleikja og rómantískra gamanmynda auk söngferilsins. Hún var einnig þekkt baráttukona fyrir velferð dýra. Dýraverndunarsjóður Doris Day staðfesti andlát hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Day var af þýskum ættum og hét raunverulegu nafni Doris Mary Ann Kappelhoff. Hún var fædd í Cincinnatti í Ohio 3. apríl árið 1922. Day braust til frægar á stríðsárunum og var orðin launahæsta söngkona heims við lok seinna stríðs, að sögn The Guardian. Hún hóf kvikmyndaleik árið 1948 í söngleiknum „Rómantík á úthöfunum“. Í kjölfarið lék hún í fleiri söngleikjamyndum eins og „Te fyrir tvo“ og „Minn draumur er þinn“. Þá naut hún vinsælda fyrir hlutverk Ógæfu-Jane í samnefndri kvikmynd sem varð síðar að söngleik og sjónvarpsþáttum [e. Calamity Jane]. Síðar lék hún í mynd leikstjórans Alfreds Hitchcock „Maðurinn sem vissi of mikið“. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í gamanmyndinni „Koddahjali“ árið 1959. Á áttunda áratugnum einbeitti Day sér að baráttu fyrir velferð dýra og stofnaði sjóðinn sem er kenndur við hana. Hún hlaut frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2004. Day var fjórgift. Eina afkomandann átti hún með fyrsta eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Al Jorden. Sonur hennar Terry Melcher, tónlistarframleiðandi, lést árið 2004.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent