Gagnkvæm viðurkenning Kína og Íslands á háskólanámi mikið réttindamál Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 13. maí 2019 23:45 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, er stödd í Kína um þessar mundir. Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja. Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
Ísland og Kína munu viðurkenna háskólamenntun hvors ríkis fyrir sig eftir að menntamálaráðherrar ríkjanna undirrituðu samning þar að lútandi í Beijing í dag. Þá var einnig undirritaður samningur um menningarsamskipti ríkjanna. Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir þessa tvo samninga hér í Beijing fyrr í dag ásamt kínverskum kollegum sínum. Haldið var upp á þessi tímamót með móttöku á heimili sendiherra Íslands í Beijing. „Við vorum í fyrsta lagi að undirrita samning er varðar menntamál um gagnkvæma viðurkenningu á háskólanámi milli beggja landa. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður og hann skiptir mjög miklu máli fyrir það að auka samskipti og menntun á milli ríkjanna og svo í öðru lagi vorum við að skrifa undir endurnýjaðan menningarsamning á milli ríkjanna,“ segir Lilja. Kína hefur gert sams konar samninga við um fimmtíu önnur ríki, meðal annars hin Norðurlöndin. En þar til nú hafa til að mynda Kínverjar sem hlotið hafa háskólagráður á Íslandi ekki fengið þær metnar í heimalandinu. „Þetta er mikið réttindamál fyrir þá nemendur sem hafa verið að mennta sig í báðum ríkjum,“ segir Lilja.Það hlýtur að vera mikill fengur fyrir Íslendinga að hafa aðgang með sínum prófum hér í þessu rúmlega milljarða landi? „Við sjáum það og það er auðvitað alltaf vaxandi áhugi á öllu sem er kínverskt. Við sjáum líka að fjöldi kínverskra ferðamanna sem er að koma til Íslands, hann hefur aukist um 400 prósent á átta árum þannig að það eru feikileg tækifæri hér,“ segir Lilja.
Kína Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira