Delta flýgur ekki til Íslands í vetur: „Næstu mánuðir og ár verða ferðaþjónustufyrirtækjum erfið“ Sylvía Hall skrifar 1. júní 2019 17:41 Ísland er ekki á vetraráætlun flugfélagsins. Vísir/Getty Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira
Flugfélagið Delta Air Lines býður ekki upp á flug til Íslands frá og með 20. október næstkomandi og mun ekki fljúga hingað til lands aftur fyrr en 3. mars á næsta ári. Svo virðist sem Ísland sé ekki lengur hluti af vetraráætlun félagsins en Túristi.is greindi frá þessu. Delta hóf áætlunarflug sitt til Íslands í sumarbyrjun árið 2011 og hefur félagið flogið hingað yfir vetrartímann síðustu þrjá vetur. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi flogið nærri sjötíu áætlunarferðir til landsins síðasta vetur og hafi flutt með sér ellefta hvern Bandaríkjamann sem heimsótti landið frá nóvemberbyrjun fram í febrúar. Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík og stjórnarmaður í félagi fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, segir tíðindin vera afar slæm fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það þurfi að bregðast við breyttum aðstæðum á flugmarkaði áður en það verði of seint. „Ég hef verið í þessum rekstri í langan tíma og séð bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur,“ segir Steinþór. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa í taumana og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja stöðugleika í ferðaþjónustunni áður en staðan er orðin verri en hún er.Steinþór Jónsson hefur mikla reynslu af flug- og ferðaþjónustu. Hann segir útlitið vera svart.VísirIcelandair á hrós skilið Steinþór segir útlitið vera svart í ljósi þess að nú hefur enn eitt flugfélagið hætt að bjóða upp á flug til Bandaríkjanna yfir vetrartímann. Staðan hafi ekki verið góð eftir fall WOW Air en nú sjái ferðaþjónustan fram á þungan róður yfir vetrartímann. „Næstu mánuðir og ár hótelum og ferðaþjónustufyrirtækjum erfið. Við Íslendingar erum stundum of stórtæk og gleymum gjarnan að það sem fer upp kemur alltaf niður,“ segir Steinþór. Hann segir þó Icelandair eiga hrós skilið fyrir framlag sitt til ferðaþjónustunnar enda hafi flugfélagið tryggt flug til og frá landinu um árabil. Nú beinist spjótin enn frekar að þeim og munu hótel- og gistiþjónustufyrirtæki þurfa að stóla enn frekar á að stjórnendur Icelandair „haldi sjó“ á næstu misserum. „Ég vona innilega að stjórnvöld og almenningur staldri nú við og taki höndum saman við öfluga ferðþjónustuaðila um allt land og geri með öflugu átaki Ísland að verulega eftirsóttum stað að nýju, okkur öllum til hagsbóta.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fleiri fréttir Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Sjá meira