Geimfararnir fá ekki jólagjafirnar Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2019 16:01 Teikning af Starliner á braut um jörðu. Vísir/Boeing Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019 Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Forsvarsmenn NASA og Boeing hafa ákveðið að geimfarinu Starliner verði snúið aftur til jarðarinnar. Ómögulegt sé að fljúga því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fyrst vilja starfsmenn Boeing þó nota það eldsneyti sem er í geimfarinu til að framkvæma þær tilraunir sem mögulegt er og er áætlað að geimfarið lendi á jörðinni á sunnudaginn. Starliner var skotið á loft í morgun og var það í fyrsta sinn sem senda átti farið til geimstöðvarinnar. Nota á farið í framtíðinni til að ferja geimfara út í geim frá Bandaríkjunum en það hefur ekki verið gert um árabil. Um borð í farinu voru jólagjafir til geimfaranna sex sem eru um borð í geimstöðinni. Eldflaugarnar sem báru geimfarið út í geim virkuðu sem skyldi en þegar kveikja átti á hreyflum geimfarsins sjálfs varð bilun og náði það aldrei réttri sporbraut um jörðu. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, segir innra kerfi geimfarsins hafa bilað svo geimfarið taldi sig vera í öðrum hluta geimskotsins en það var í rauninni. Ekki er vitað nákvæmlega af hverju það gerðist. Geimfarið brenndi því meira eldsneyti en til stóð og missti af sporbrautinni sem það átti að ná. Annar bruni hafi komið farinu í jafnvægi en við það varð ljóst að ekki var hægt að ná til geimstöðvarinnar. Á blaðamannafundi í dag bætti Bridenstine við að ef geimfarar hefðu verið um borð í farinu hefði öryggi þeirra ekki verið ógnað og þar að auki hefðu þeir mögulega getað bjargað málunum og komið farinu til geimstöðvarinnar. Update: #Starliner had a Mission Elapsed Time (MET) anomaly causing the spacecraft to believe that it was in an orbital insertion burn, when it was not. More information at 9am ET: https://t.co/wwsfqqvLN7— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) December 20, 2019
Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Bein útsending: Bandaríkin undirbúa mannaðar geimferðir Starfsmenn Boeing, NASA og United Launch Alliance munu í dag reyna að skjóta nýju geimfari Boeing til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. 20. desember 2019 10:15