Segir lögreglu skorta skilning á hatursglæpum Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 22:41 Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skortir skilning á mikilvægi málaflokksins um hatursglæpi. Þetta segir fyrrverandi lögreglufulltrúi, sem áður stýrði hatursglæpadeild embættisins. Lögregla hefur nú til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gær þar sem veist var að þremur múslimskum konum. Atvikið mun hafa átt séð stað í verslunarkjarna í Lóuhólum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur, elt þær út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur starfað með flóttafólki, tjáði sig um málið á Facebook í dag en þar segir hún að konurnar hafi í fyrstu sjálfar óskað eftir aðstoð lögreglu án árangurs. Lögregla hafi ekki mætt á vettavang fyrr en eftir að hún hringdi.Sjá einnig: Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri , stýrði hatursglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í 2 ár. Hún hætti störfum í fyrra og hefur engin tekið við verkefninu. Hatursglæpir eru nú rannsakaðir í miðlægri rannsóknardeild. „Ég hef upplifað að það skorti skilning á mikilvæginu. Þó það sé ekki bein að brotna eða fólk sé myrt eða eitthvað slíkt þá liggur samt mikið mikilvægi í því að sinna málaflokknum vel.“ Þó að glæpurinn beinist að einum eða tveimur hafi hann víðtækari áhrif. „Í því liggur í raun og veru alvarleikinn.“ Eyrún segir að það sé starfrækt sérstök hatursglæpadeild á Norðurlöndum, að Danmörku undanskilinni. Hún segir ákveðin skilaboð fólgin í því hatursglæpadeild hafi ekki verið starfrækt áfram. „Það gefur það til kynna að þetta sé ekki álitið það mikilvægt, að það sé hægt að leggja sérstakan mannskap í þetta. Það finnst mér sorglegt,“ segir Eyrún og gagnrýnir að hatursglæpir séu rannsakaðir í sömu deild og alvarlegar líkamsárásir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18 Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45 Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Sjá meira
Veist að þremur múslimskum konum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp, sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöld. 16. júlí 2019 07:18
Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla. 16. júlí 2019 11:45
Lýsir því hvernig veist var að múslimsku konunum við verslunarkjarnann Þórunn Ólafsdóttir, vinkona múslimsku kvennanna þriggja sem veist var að í gær við verslunarkjarna í Breiðholti, lýsir atburðarásinni í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. 16. júlí 2019 16:15