Innlent

Talin hafa hrópað á konurnar að fara úr búrkunum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Konurnar voru staddar við verslunarkjarna við Lóuhóla þar sem önnur kona á að hafa hreytt í þær rasískum fúkyrðum.
Konurnar voru staddar við verslunarkjarna við Lóuhóla þar sem önnur kona á að hafa hreytt í þær rasískum fúkyrðum. vísir/vilhelm
Lögreglan rannsakar nú hugsanlegan hatursglæp sem tilkynnt var um í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Þar á kona að hafa hrópað og hreytt rasískum fúkyrðum í þrjár múslimskar konur sem staddar voru við verslunarkjarna við Lóuhóla.

Um klukkan átta í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um hugsanlegan haturglæp. Kona sem stödd var við Lóuhóla í Breiðholti er sögð hafa veist að þremur múslimskum konum með hrópum og rasískum fúkyrðum.

Á hún að hafa elt konurnar út á bílastæði og hrópað á þær að þær skyldu fara úr búrkunum og að þær ættu ekki heima á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi. Hann segir að málið sé komið til miðlægrar rannsóknardeildar þar sem það sé rannsakað sem hatursglæpur.  

Gunnar segir að mál af þessu tagi séu ekki algeng. Konurnar, sem komu hingað sem flóttamenn fyrir þremur árum, segist aldrei lent í upplifun sem þessari. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×