Í stuttu myndskeiði sem birtist á Twitter-síðu Juventus kvaðst De Ligt vera mjög sáttur að vera kominn til Tórínó.
DELIGTED?pic.twitter.com/tcO2YPBAHN
— JuventusFC (@juventusfcen) July 16, 2019
Flest af stærstu liðum Evrópu vildu fá þennan 19 ára miðvörð sem var fyrirliði Ajax á síðasta tímabili. Liðið vann tvöfalt heima fyrir og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Á leiðinni þangað sló Ajax m.a. Juventus úr leik.
Talið er að Juventus borgi Ajax 67,5 milljónir punda fyrir De Ligt. Hollensku meistararnir eru einnig búnir að selja miðjumanninn Frenkie De Jong til Barcelona.
De Ligt lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Holland í mars 2017. Hann hefur alls leikið 17 landsleiki og skorað tvö mörk.