Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 09:00 Ummæli Ceferin á Vísi hafa skapað mikinn usla. vísir/getty Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður. KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. Í siðareglum UEFA segir að aðildarsambönd skuli halda sjálfstæðar kosningar án afskipta þriðja aðila. Margir telja að Ceferin hafi brotið eigin siðareglur með ummælum sínum á Vísi því hann lofar annan frambjóðandann í formannskjöri KSÍ og leynir því ekki að hann telur hagsmunum KSÍ best borgið innan UEFA með Guðna sem formann. Norski fjölmiðillinn Josimar.no, sem kafar oft djúpt í málefni knattspyrnuhreyfingarinnar, tók málið upp á sinni síðu í gær og sendi síðan UEFA fyrirspurn um málið. Þar vill fjölmiðillinn fá svör við því hvort Ceferin hafi verið að brjóta siðareglur sambandsins með því að gefa klárlega í skyn að Guðni sé betri kostur en Geir. Josimar spyr hvort þetta sé ekki afskiptasemi af kosningunum hjá KSÍ? Miðillinn vill líka fá að vita hvernig Ceferin geti dæmt um að samband UEFA og KSÍ hafi aldrei verið betra þar sem hann hafi aðeins verið forseti í tvö ár. Josimar hafði sömuleiðis samband við Geir Þorsteinsson sem er enn hneykslaður á þessu uppátæki forseta UEFA. „Þessi ummæli voru svo sláandi að ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari. Þetta er klár misnotkun á valdi. Ceferin er einn valdamesti maðurinn í knattspyrnuheiminum og það er ótrúlegt að hann sé að skipta sér af lýðræðislegum kosningum á Íslandi,“ segir Geir hneykslaður.
KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun. 30. janúar 2019 14:22
Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00