Sigríður Andersen vill spara hjá sýslumannsembættunum Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2019 10:01 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra vill spara hjá sýslumannsembættunum en þar gætu byggðastjónarmið reynst þrándur í götu. FRÉTTABLAÐIÐ/stefán Dómsmálaráðuneytið vill leita rafrænna lausna í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað sýslumannsembætta landsins. En, þar mun verða við ramman reip að draga eins og kom í ljós í vikunni þegar upp gaus megn óánægja í Vestmannaeyjum með það að Lára Huld Guðjónsdóttir, sem hefur starfað sem sýslumaður í Eyjum, var kölluð uppá land einmitt til að sinna verkefnum af því tagi.Af hverju er sýslumaður í Vestmannaeyjum? Páll Magnússon þingmaður á Suðurlandi og Eyjamaður gagnrýndi flokksystur sína í ráðuneytinu, Sigríði Á. Andersen, harðlega í ræðustóli á þinginu nú í vikunni. Hann taldi algerlega fráleitt að þessi tilfærsla hafi ekki verið borin sérstaklega undir bæjaryfirvöld í Eyjum sem og þingmenn kjördæmisins. Bæjarstjóri Vestmannaeyja og bæjarstjórnin öll hefur einnig lýst yfir mikilli óánægju með þetta ráðslag. Í gærkvöldi var þessari ákvörðun mótmælt harðlega með sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa. Þar segir meðal annars að augljóslega „væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila. Flokksbróðir þeirra, Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, segir hins vegar betri spurningu: Af hverju sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum?Betri spurning er: Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum? Það er eina sveitarfélagið með sinn eigin sýslumann. Ekki einu sinni Reykjavík eru með sérstakan sýslumann. Auk þess sem þeir veita þjónustu sem ætti bara að vera rafræn í gegnum netið. https://t.co/qXC5BKXxVTpic.twitter.com/ODPAG7EhNP — Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 31, 2019Þá er spurt: Hvað gerir sýslumaðurinn í Eyjum? „Verkefni sýslumannsembættisins í Eyjum eru þau sömu og hjá öðrum embættum á landinu, þ.e. þinglýsingar, staðfestingar, skráningar, leyfisveitingar, nauðungarsölur, fullnustugerðir, hjónavígslur og skilnaðir, umgengnis- og forjsármál og margt fleira.. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér svo einnig um löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu.Lára Huld leitar rafrænna lausna Hafliði segir þessar umræddu breytingar tímabundnar – til eins árs eða 31. desember 2019. „Breytingarnar eru að Lára Huld, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, lætur af störfum sem sýslumaður og fer tímabundið í annað starf hjá sýslumannaráði út árið.Þar verður hennar verkefni að skoða rekstur og stöðu sýslumannsembættanna 9 á landinu til framtíðar, leita rafrænna lausna í þjónustu og fleira. Vegna þess að Lára Huld hverfur til annarra starfa fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við Kristínu Þórðardóttur, sýslumann á Suðurlandi, að hún tæki tímabundið að sér að gegna einnig störfum sýslumanns í Vestmannaeyjum. Hún samþykkti það og er því sett tímabundið yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Fyrir þessu eru fordæmi,“ segir Hafliði. Hjá embættinu í Vestmannaeyjum starfa sex einstaklingar að frátöldum sýslumanni. Í ljósi þessa er erfitt að sjá hvað það er nákvæmlega sem veldur þessari reiði í Eyjum, nema ef vera kynni að þeir eru að sjá af útsvarstekjum frá Láru Huld. Þessar breytingar á yfirstjórn embættisins í Vestmannaeyjum þýða ekki breytt þjónustustig sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum enda geta fulltrúar sýslumanns ávallt sinnt öllum þeim verkefnum sem upp koma og sýslumaður hefur með höndum. Engin búsetuskylda hvílir á sýslumönnum. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29 Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið vill leita rafrænna lausna í viðleitni til að lækka rekstrarkostnað sýslumannsembætta landsins. En, þar mun verða við ramman reip að draga eins og kom í ljós í vikunni þegar upp gaus megn óánægja í Vestmannaeyjum með það að Lára Huld Guðjónsdóttir, sem hefur starfað sem sýslumaður í Eyjum, var kölluð uppá land einmitt til að sinna verkefnum af því tagi.Af hverju er sýslumaður í Vestmannaeyjum? Páll Magnússon þingmaður á Suðurlandi og Eyjamaður gagnrýndi flokksystur sína í ráðuneytinu, Sigríði Á. Andersen, harðlega í ræðustóli á þinginu nú í vikunni. Hann taldi algerlega fráleitt að þessi tilfærsla hafi ekki verið borin sérstaklega undir bæjaryfirvöld í Eyjum sem og þingmenn kjördæmisins. Bæjarstjóri Vestmannaeyja og bæjarstjórnin öll hefur einnig lýst yfir mikilli óánægju með þetta ráðslag. Í gærkvöldi var þessari ákvörðun mótmælt harðlega með sameiginlegri bókun bæjarfulltrúa. Þar segir meðal annars að augljóslega „væri hægt að leysa tímabundna fjarveru skipaðs sýslumanns með því að setja fulltrúa hans í Eyjum í starfið í stað þess að flytja yfirmannsstarfið í annað sveitarfélag. Bæjarstjórn Vestmannaeyja skorar á dómsmálaráðherra að hætta við þessa ráðstöfun og setja sýslumann tímabundið í sýslumannsstarfið í Vestmannaeyjum, en fella það ekki undir annað embætti. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma bókuninni á framfæri við hlutaðeigandi aðila. Flokksbróðir þeirra, Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður SUS, segir hins vegar betri spurningu: Af hverju sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum?Betri spurning er: Af hverju er sýslumannsembætti í Vestmannaeyjum? Það er eina sveitarfélagið með sinn eigin sýslumann. Ekki einu sinni Reykjavík eru með sérstakan sýslumann. Auk þess sem þeir veita þjónustu sem ætti bara að vera rafræn í gegnum netið. https://t.co/qXC5BKXxVTpic.twitter.com/ODPAG7EhNP — Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) January 31, 2019Þá er spurt: Hvað gerir sýslumaðurinn í Eyjum? „Verkefni sýslumannsembættisins í Eyjum eru þau sömu og hjá öðrum embættum á landinu, þ.e. þinglýsingar, staðfestingar, skráningar, leyfisveitingar, nauðungarsölur, fullnustugerðir, hjónavígslur og skilnaðir, umgengnis- og forjsármál og margt fleira.. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum sér svo einnig um löggildingu skjalaþýðenda og dómtúlka,“ segir Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu.Lára Huld leitar rafrænna lausna Hafliði segir þessar umræddu breytingar tímabundnar – til eins árs eða 31. desember 2019. „Breytingarnar eru að Lára Huld, sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, lætur af störfum sem sýslumaður og fer tímabundið í annað starf hjá sýslumannaráði út árið.Þar verður hennar verkefni að skoða rekstur og stöðu sýslumannsembættanna 9 á landinu til framtíðar, leita rafrænna lausna í þjónustu og fleira. Vegna þess að Lára Huld hverfur til annarra starfa fór dómsmálaráðuneytið þess á leit við Kristínu Þórðardóttur, sýslumann á Suðurlandi, að hún tæki tímabundið að sér að gegna einnig störfum sýslumanns í Vestmannaeyjum. Hún samþykkti það og er því sett tímabundið yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Fyrir þessu eru fordæmi,“ segir Hafliði. Hjá embættinu í Vestmannaeyjum starfa sex einstaklingar að frátöldum sýslumanni. Í ljósi þessa er erfitt að sjá hvað það er nákvæmlega sem veldur þessari reiði í Eyjum, nema ef vera kynni að þeir eru að sjá af útsvarstekjum frá Láru Huld. Þessar breytingar á yfirstjórn embættisins í Vestmannaeyjum þýða ekki breytt þjónustustig sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum enda geta fulltrúar sýslumanns ávallt sinnt öllum þeim verkefnum sem upp koma og sýslumaður hefur með höndum. Engin búsetuskylda hvílir á sýslumönnum.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29 Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27 Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir. 31. janúar 2019 11:29
Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir "sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. 30. janúar 2019 20:27
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41