Páll stendur við ræðuna þrátt fyrir athugasemdir ráðuneytisins Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 20:27 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“ Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið segir að Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins geti ekki hafa hitt fyrir „sendinefnd hjá dómsmálaráðuneytinu“ í Vestmannaeyjum þar sem enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið þangað í embættiserindum. Þetta kemur fram í athugasemdum ráðuneytisins við ræðu sem Páll hélt um breytingar á sýslumannsembættinu í Eyjum á Alþingi í dag. Páll segir allt í ræðu sinni standa óhaggað en viðurkennir að tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.Sjá einnig: Enginn sýslumaður í Eyjum Í ræðu sinni ræddi Páll fyrirætlanir dómsmálaráðuneytisins um að sýslumaðurinn á Suðurlandi taki yfir verkefni sýslumannsins í Vestmannaeyjum, líkt og greint var frá í tilkynningu frá ráðuneytinu í gær. Hljóðið var þungt í Páli en hann gagnrýndi flokkssystur sína, Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra, harðlega og sagði hana stunda „óboðlega stjórnsýslu“.Getur ekki hafa hitt „sendinefnd“ Páll hélt því m.a. fram í ræðu sinni að hann hafi hitt fyrir „sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu“ á flugvellinum í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Dómsmálaráðuneytið segir í athugasemd sinni að það geti ekki passað. Enginn starfsmaður ráðuneytisins hafi farið til Vestmannaeyja í embættiserindum vegna breytinga hjá sýslumannsembættinu í Vestmannaeyjum. Þá hafi dómsmálaráðuneytið tilkynnt um breytingar á yfirstjórn sýslumannsembættisins í Vestmannaeyjum á vef ráðuneytisins í gær. „Það gerði ráðuneytið í góðu samráði við bæði sýslumanninn í Vestmannaeyjum og sýslumanninn á Suðurlandi en þeim hafði verið veitt svigrúm til að tilkynna starfsmönnum embættisins í Vestmannaeyjum um breytingarnar,“ segir í svarinu. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum tekst á við nýtt verkefni Jafnframt hafi þingmönnum eða bæjaryfirvöldum kjördæmsins ekki verið veitt staðfesting þess efnis að breytingar gætu orðið á yfirstjórn embættis sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Þá verði sýslumanninum á Suðurlandi aðeins falið að taka yfir í Vestmannaeyjum tímabundið á meðan sá síðarnefndi sinnir öðrum verkefnum. „Sú staða kom svo upp nýverið að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum ákvað að takast á hendur nýtt verkefni fyrir sýslumannaráð við að greina rekstur sýslumannsembætta um land allt. Af þeim sökum þurfti að setja tímabundið nýjan sýslumann yfir embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá og með 1. febrúar 2019 og var þess óskað af hálfu ráðuneytisins að sýslumaðurinn á Suðurlandi gerði það.“ Þá hafi dómsmálaráðherra kynnt bæði á vettvangi ríkisstjórnar og á fundi sýslumannafélagsins í haust að til stæði að ráðast í greiningarvinnu á embættum sýslumanns um land allt. Enginn áform séu heldur uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem „staðsettur yrði í Reykjavík“. „Þvert á móti er að mati ráðherra mikilvægt að við skoðun á þessum málaflokki sé gætt jafnvægis milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar við allar breytingar.“ Tal um sendinefnd vissulega gáleysislegt Páll segir í samtali við Vísi að svar dómsmálaráðuneytisins hnekki ekki því sem kom fram í ræðu hans, utan þess sem hann sagði um hina meintu sendinefnd. „Ræðan mín er að uppistöðu til tilkynningin sem kom síðdegis í gær frá ráðuneytinu sjálfu. Allt það sem ég sagði efnislega er upp úr þeirri tilkynningu, og þar af leiðandi allt saman efnislega rétt. Það stendur óhaggað þótt tal um sendinefnd hafi verið gáleysislegt.“ Þá bendir Páll á að hann hafi ekki haldið því fram að áform væru uppi um að skipa einn sýslumann yfir landið allt sem staðsettur yrði í Reykjavík, líkt og fram kemur í athugasemd dómsmálaráðuneytisins. „Þar var ég að tala í hálfkæringi um það sem stóð í þessari tilkynningu. Að þetta gæti orðið niðurstaðan, bara af tilkynningu ráðuneytisins samkvæmt orðanna hljóðan.“
Alþingi Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Páll Magnússon gagnrýnir Sigríði Á. Andersen harðlega. 30. janúar 2019 15:41