Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2019 12:31 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Þetta kom fram í fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vegagerðin hefur boðað til íbúafundar í Reykhólaskóla um þetta eldheita mál klukkan hálffimm síðdegis en áður fundar hún sérstaklega með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Hreppsnefndin áformar að taka ákvörðun þann 16. janúar um hvaða leið fari inn í aðalskipulag. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.„Við viljum fara yfir þá vinnu sem við höfum lagt í þetta. Við viljum fara yfir það hvað kom út úr þeirri vinnu og hvaða forsendur við leggjum fyrir okkar leiðarvali og fá að ræða þetta bara í ró og spekt með sveitarstjórn í Reykhólahreppi og síðan með íbúum sveitarinnar,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum óttast margra ára tafir ef Reykhólahreppur velji svokallaða R-leið með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð en Vegagerðin stendur við tillögu um ÞH-leið sem liggur um Teigsskóg.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum við okkar tillögu að ÞH-leið vegna þess að það er sú tillaga sem kemur best út úr okkar vinnu og fellur að markmiðum Vegagerðarinnar um veglagningu. Við vitum mikið um þá leið í dag, það er búið að rannsaka hana mikið, þannig að við stöndum við það leiðarval, eða þá tillögu, og bara getum ekki annað. Það er bara þannig,“ segir vegamálastjóri. Hér má hlýða á frétt Bylgjunnar: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Þetta kom fram í fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vegagerðin hefur boðað til íbúafundar í Reykhólaskóla um þetta eldheita mál klukkan hálffimm síðdegis en áður fundar hún sérstaklega með sveitarstjórn Reykhólahrepps. Hreppsnefndin áformar að taka ákvörðun þann 16. janúar um hvaða leið fari inn í aðalskipulag. Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla.Grafík/Hlynur Magnússon.„Við viljum fara yfir þá vinnu sem við höfum lagt í þetta. Við viljum fara yfir það hvað kom út úr þeirri vinnu og hvaða forsendur við leggjum fyrir okkar leiðarvali og fá að ræða þetta bara í ró og spekt með sveitarstjórn í Reykhólahreppi og síðan með íbúum sveitarinnar,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Ráðamenn annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum óttast margra ára tafir ef Reykhólahreppur velji svokallaða R-leið með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð en Vegagerðin stendur við tillögu um ÞH-leið sem liggur um Teigsskóg.Frá Reykhólum. Vestfjarðavegur færi um hlaðið verði R-leið valin með brú yfir mynni Þorskafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við stöndum við okkar tillögu að ÞH-leið vegna þess að það er sú tillaga sem kemur best út úr okkar vinnu og fellur að markmiðum Vegagerðarinnar um veglagningu. Við vitum mikið um þá leið í dag, það er búið að rannsaka hana mikið, þannig að við stöndum við það leiðarval, eða þá tillögu, og bara getum ekki annað. Það er bara þannig,“ segir vegamálastjóri. Hér má hlýða á frétt Bylgjunnar:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15 Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00 Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00 Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Uggandi vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps Ólga ríkir á Vestfjörðum vegna yfirvofandi ákvörðunar Reykhólahrepps um að velja stórbrú yfir Þorskafjörð í stað Teigsskógar sem veglínu Vestfjarðavegar. 3. janúar 2019 21:15
Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari. 16. október 2018 21:00
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis. 6. janúar 2019 21:00
Fjárveitingar miða við leiðarval um Teigsskóg Fjárveitingar í samgönguáætlun til Vestfjarðavegar miða við leið um Teigsskóg, sem er fullfjármögnuð, og að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Ákvörðun um aðra leið er sögð þýða margra ára töf. 13. desember 2018 20:15