Telja hagstæðast og fljótlegast að leggja veginn um Teigsskóg Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 21:00 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, bendir á svæðið þar sem deilt er um framtiðarlegu Vestfjarðavegar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Vegagerðin stendur við fyrri tillögu um að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. Sérfræðingar hennar telja brú yfir mynni Þorskafjarðar nærri fjórum milljörðum króna dýrari, með minna umferðaröryggi og segja að slík leið myndi tefja verkið um tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Þverun yfir mynni Þorskafjarðar sýnd með 900 metra langri brú. Hún er talin kosta 11,2 milljarða króna en Teigsskógarleiðin 7,3 milljarða króna.Grafík/Vegagerðin.Nýjasti kaflinn í sögunni endalausu er að meta Þ-H leið um Teigsskóg í samanburði við svokallaða R-leið, sem norskir ráðgjafar kynntu síðastliðið sumar, en hún gerir ráð fyrir stórri brú og vegfyllingu þvert yfir mynni Þorskafjarðar. Reykhólahreppur óskaði eftir því að Vegagerðin tæki þennan valkost til skoðunar og nú liggur niðurstaða hennar fyrir.Veglína þvert yfir mynni Þorskafjarðar er í skýrslu Vegagerðarinnar talin 3,9 milljörðum króna dýrari en veglína um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi leið er til muna dýrari, - munar tæpum fjórum milljörðum,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin lagði einnig mat á umhverfisáhrif brúarlausnar og segir þau töluverð. Kanna þurfi hvort hún sé matsskyld. Þá telur Vegagerðin að ný stefnumörkun um Þorskafjarðarbrú myndi tefja verkið enn frekar, um tvö til þrjú ár.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði.Grafík/Vegagerðin.Vegagerðin stendur því við fyrri tillögu, um að Vestfjarðavegur fari um Teigsskóg, en hún felur jafnframt í sér þrjár fjarðaþveranir með brúm, yfir Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð innanverðan.Brú kæmi yfir Þorskafjörð innanverðan, yrði veglína valin um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.„Við hjá Vegagerðinni erum þeirrar skoðunar að Þ-H leiðin svokallaða, eða um Teigsskóg, sé hagstæðasta leiðin og það er það sem við munum leggja til,“ segir Magnús.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Boltinn fer nú til sveitarstjórnar Reykhólahrepps, sem þarf að ákveða hvort hún fallist á Teigsskógarleiðina. En hvenær væri þá hægt að byrja?Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt Teigsskógarleið.Grafík/Vegagerðin.„Ef allt gengur ljúft og smurt væri hugsanlegt að fara af stað haustið 2019,“ svarar Magnús. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Tengdar fréttir Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Oddvitinn telur sterkari rök fyrir stórbrú yfir mynni Þorskafjarðar Oddviti Reykhólahrepps telur sterkari rök fyrir því að brúa mynni Þorskafjarðar fremur en að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg. 4. október 2018 21:00
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Skora á Alþingi að lögfesta veglínu í gegnum Teigsskóg Hópur íbúa í Reykhólahreppi, sem kallar sig Velunnara Þ.H.-leiðar, hvetur íbúa til að senda áskorun til Alþingis um að veglína Vestfjarðavegar um Teigsskóg verði lögfest. 11. október 2018 14:00