Fleiri boðaðir þingfundir vegna málþófs Daníel Freyr Birkisson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Ætla má að ákvörðunin sé tekin sökum þess að störf þingsins hafa riðlast eftir málþóf þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann síðustu daga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar sem hefur haft málið til meðferðar, segir sjálfsagt að bæta við fleiri þingfundardögum. „Málfrelsi þingmanna er auðvitað mikilvægt. Það er alveg ljóst að Miðflokksmenn telja sig þurfa fleiri klukkutíma til að ræða sín á milli um orkupakkann þó að ekkert nýtt hafi komið fram um málið og öllum spurningum verið svarað margoft.“ Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir. Þingsins bíður ærið verkefni en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær bíða þess á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Þingmenn Miðflokksins voru á sínum stað, í ræðustól þingsins það er að segja, við upphaf þingfundar í gær. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis ákvað í gær að bæta við þingfundum í dag og á morgun en til stóð að báðir dagar færu í nefndafundi. Ætla má að ákvörðunin sé tekin sökum þess að störf þingsins hafa riðlast eftir málþóf þingmanna Miðflokksins í umræðum um þriðja orkupakkann síðustu daga. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar sem hefur haft málið til meðferðar, segir sjálfsagt að bæta við fleiri þingfundardögum. „Málfrelsi þingmanna er auðvitað mikilvægt. Það er alveg ljóst að Miðflokksmenn telja sig þurfa fleiri klukkutíma til að ræða sín á milli um orkupakkann þó að ekkert nýtt hafi komið fram um málið og öllum spurningum verið svarað margoft.“ Með þessu eru sjö þingfundadagar eftir. Þingsins bíður ærið verkefni en líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær bíða þess á fimmta hundrað verkefni. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Þá eru 105 lagafrumvörp í meðförum nefnda. Auk þess þarf að afgreiða 113 þingsályktunartillögur og 142 fyrirspurnir þingmanna áður en af þinglokum verður hinn 5. júní. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Þingmenn Miðflokksins voru á sínum stað, í ræðustól þingsins það er að segja, við upphaf þingfundar í gær.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00 Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17 Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
IV. orkupakkinn samþykktur Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða. 23. maí 2019 06:00
Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Þingfundi um Orkupakka slitið rétt fyrir klukkan níu í morgun. 22. maí 2019 09:17
Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00