Mannréttindasamtök gagnrýna Bolsonaro Brasilíuforseta Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2019 10:56 Bolsonaro forseti hefur gefið út tilskipun um að rýmka skotvopnalöggjöf Brasilíu. Vísir/EPA Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn. Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Stefna Jairs Bolsonaro, forseta Brasilíu, mun leiða til fleiri morða í Brasilía og svipta suma landsmenn mannréttindum, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Samtökin nefna tilslakanir á vopnalögum, strangari fíkniefnalöggjöf og tilraunir til að hafa áhrif á störf félagasamtaka í Brasilíu. Hægriharðlínumaðurinn Bolsonaro tók við embætti forseta í byrjun árs eftir afgerandi kosningasigur í fyrra. Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty í Brasilíu, segir að samtökin hafi varað við ógninni sem mannréttindum stafaði af Bolsonaro þegar hann var kjörinn. „Við erum að byrja að sjá að áhyggjur okkar voru á rökum reistar,“ segir Werneck. Orðræða Bolsonaro gegn mannréttindum sem hann hefur ástundað allan stjórnmálaferill sinn sé nú að verða að beinhörðum aðgerðum sem ógni og brjóti á mannréttindum allra Brasilíumanna. Í opnu bréfi sem Amnesty birti í dag kemur einnig fram að Bolsonaro brjóti á réttindinum frumbyggja og samfélaga afkomenda þræla, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar.Jurema Werneck, forstöðumaður Amnesty International í Brasilíu, þegar hún ræddi við fréttamenn á þriðjudag.Ráðuneyti málefna kvenna, fjölskyldna og mannréttinda í ríkisstjórn Bolsonaro hafnaði ásökunum Amnesty. Engar vísbendingar væru um að þær byggðust á staðreyndum eða raunverulegum atburðum. Ráðuneytið væri tilbúið að ræða við samtökin til að sýna þeim fram á að ásakanirnar ættu ekki við rök að styðjast. Tilskipun Bolsonaro um að rýmka skotvopnalöggjöfina hefur reynst umdeild í Brasilíu. Ríkisstjórar þrettán af 26 ríkjum Brasilíu birtu opið bréf þar sem þeir mótmæltu tilskipuninni á þriðjudag. Þeir telja hana aðeins eftir að auka á ofbeldisölduna í landinu. Með tilskipuninni geta einstaklingar keypt meira magn af skotfærum og ákveðnir hópar mega ganga um vopnaðir án þess að þurfa sérstakt leyfi, þar á meðal alríkislögreglumenn, vöruflutningabílstjórar, kjörnir fulltrúar og blaðamenn.
Brasilía Tengdar fréttir Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Ríkisstjórn hægriöfgamannsins Jairs Bolsonaro vill að hætt verði að tala um valdarán og að herforingjastjórninni verði lýst sem „lýðræðislegri stjórn með valdi“. 4. apríl 2019 12:56