Vill endurskrifa sögu valdaránsins í kennslubókum Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:56 Mótmæli voru haldin þegar 55 ár voru liðin frá valdaráninu á sunnudag. Skilti mótmælandans segir að það hafi verið einræði, pyntingar hafi átt sér stað og að jörðin sé hnöttótt. Vísir/Getty Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum. Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Menntamálaráðherra Brasilíu ætlar að endurskoða kennslubækur þannig að ekki verði talað um valdarán hersins fyrir 55 árum sem slíkt heldur „fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags“. Þannig vill að brasilískum börnum verði kennd „víðari útgáfa sögunnar“. Jair Bolsonaro, hægriöfgamaðurinn sem var kjörinn forseti Brasilíu í fyrra, hefur margoft mært herforingjastjórnina sem réði ríkjum í landinu í 21 ár. Um helgina skipaði hann hernum að halda upp á að 55 ár væru liðin frá því að herinn rændi völdum af vinstrimanninum Joao Goulart. Nú vill Ricardo Vélez, menntamálaráðherra, að hætt verði að tala um „valdarán“ í kennslubókum fyrir skóla og að talað verði um herforingjastjórnina sem „lýðræðislega stjórn með valdi“. Tilgangurinn sé að börn geti myndað sér „sanna og raunverulega hugmynd“ um það sem átti sér stað, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Brasilísk saga sýnir að það sem gerðist 31. mars árið 1964 var fullvalda ákvörðun brasilísks samfélags,“ sagði ráðherrann í viðtali. Hátt í fimm hundruð manns voru myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar og þúsundir til viðbótar voru fangelsaðir og pyntaðir í landinu. Vélez telur að stjórn hersins hafi verið nauðsynleg á sínum tíma. Þegar Goulart var steypt af stóli hafi það ekki verið valdarán gegn stjórnarskránni á þeim tíma heldur „stofnanaleg tilfærsla“. Hugmyndir ráðherrans falla þó í grýttan jarðveg hjá forseta námsgagnastofnunar Brasilíu. Hann segir að breytingar á kennsluefni verði aðeins byggðar á víðtækum rannsóknum en ekki skoðunum. Stofnunin væri alfarið á móti endurskoðun sögunnar sem byggðist á skoðunum.
Brasilía Tengdar fréttir Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35 Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Dómari stöðvar hátíðarhöld Bolsonaro vegna valdaráns hersins Forsetinn vildi að því yrði fagnað að 55 ár verða í ár liðin frá því að herinn rændi völdum í landinu. Hundruð manna voru myrt eða látin hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar. 30. mars 2019 12:35
Banni við hátíðarhöldum Bolsonaro aflétt Hátíðarhöld Brasilíuforseta í tilefni af 55 ára afmæl valdaráns hersins geta farið fram í dag en mótmæli hafa verið boðuð í nokkrum borgum. 31. mars 2019 09:05