„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 13:43 Jón Gunnarsson og Svandís Svavarsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
„Ráðherranum er fullkunnugt um óánægju þingmanna Sjálfstæðisflokksins um þetta mál,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Málið varðar biðlista eftir liðskiptaaðgerðum á hné og mjöðm hér á landi en þúsundir Íslendinga bíða eftir að komast í slíka aðgerð. Jón væntir þess að málið verði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar sem kemur saman eftir páska. Hann ritaði grein í Morgunblaðið síðastliðið haust ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Brynjari Níelssyni, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þar sem þau töldu að núverandi heilbrigðisráðherra væri að auka starfsemi opinberrar heilbrigðisþjónustu á sama tíma og dregið sé úr framlagi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og heilbrigðisstofnana. Er það röng stefna að þeirra mati.Sendir erlendis í dýrari aðgerð Staðan sé þannig í dag að ef fólk er búið að bíða í þrjá mánuði eftir liðskiptaaðgerð þá eigi það kost á að fara til Svíþjóðar í slíka aðgerð sem Jón segir að sé tvöfalt dýrara en að láta það gangast undir slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum og heilbrigðisstofnunum hér á landi. Jón og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að bregðast við vandanum með því að bjóða út verkefni sem sjálfstætt starfandi fyrirtæki á heilbrigðissviði og starfsfólk þeirra getur leyst. Hann segir tvo biðlista í gangi hér á landi vegna slíkra aðgerða. Annars vegar þeir sem bíða eftir að komast í aðgerð og þeir sem bíða eftir að komast í greiningu til að komast á biðlista eftir aðgerð.Mikið tjón fyrir samfélagið Jón segir þetta mikið tjón fyrir samfélagið. Fólk sé frá vinnu og verður fyrir stórkostlegri lífskjaraskerðingu. „Það fer ekki alveg saman mynd og texti þegar við erum með sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem geta hjálpa til í þessu en ráðherra segir að það sé ekki hægt að versla við þá því það vanti meira fjármagn. Á sama tíma er hægt að senda sjúklinga erlendis en það er dýrara fyrir samfélagið og kemur vert niður á þeim sem minna mega sín.“ Hann segir þetta pólitíska ákvörðun, að senda sjúklinga fremur erlendis en að láta sjálfstætt starfandi framkvæma aðgerðirnar hér á landi. „Þolinmæði mín og annarra er á þrotum.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira