Augnablikið sem breytti ferlinum var þegar fósturfjölskylda sagðist ekki vilja hann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. apríl 2019 17:00 Kevin de Bruyne er einn af bestu fótboltamönnum heims í dag vísir/getty Kevin de Bruyne á feril sinn að þakka belgískri fósturfjölskyldu sem vildi hann ekki. Þetta sagði hann í opinskárri færslu á The Player's Tribune. De Bruyne byrjar færslu sína á því að segja að hann hafi haldið að Raheem Sterling væri hrokafullur og leiðinlegur afþví hann hafi lesið svo margar neikvæðar fréttir um hann. Sterling hélt að de Bruyne væri erfiður einfari. Belginn sagðist hafa skilið vel afhverju Sterling hafi haldið þetta um sig, hann hafi haft ský yfir höfði sér síðan hann var 16 ára gamall. „Ég skal segja ykkur sögu, en þið verðið að skilja að það að tala um sjálfan mig er eitt það erfiðasta sem ég geri,“ skrifaði de Bruyne. Hann byrjaði sögu sína á að segja að hann hafi alla tíð verið hljóðlátur og feiminn. Hann talaði ekki mikið utan vallar en gat sprungið út á fótboltavellinum. Þegar hann var 14 ára fór hann í fótboltaakademíu í Genk og fluttist því frá fjölskyldu sinni. Fyrsta árið bjó hann á heimavist, einn í litlu herbergi. Annað árið fékk hann hins vegar að flytja til fósturfjölskyldu. Hann, og tveir aðrir, fluttu inn til fjölskyldu sem akademían borgaði fyrir að hýsa þá.Kevin de Bruyne í búningi Genkvísir/getty„Ég var ennþá mikið einn, en ég hélt að allt gengi vel. Árið leið, mér gekk vel í skóla og í fótboltanum. Engin slagsmál og engin vandræði.“ „Í lok skólaársins pakkaði ég niður og sagði bless við fósturfjölskylduna. Þau sögðu: „Sjáumst í haust, hafðu það gott í sumar“.“ „En um leið og ég labbaði inn um dyrnar heima hjá foreldrum mínum sá ég að móðir mín var grátandi. Ég hélt það hefði einhver dáið eða eitthvað slíkt.“ „Ég spurði hvað var að og móðir mín sagði orðin sem líklegast skópu restina af ferlinum. Hún sagði: „Þau vilja ekki að þú komir aftur. Fósturfjölskyldan vill ekki hafa þig lengur útaf því hver þú ert. Þau segja að þú sért of hlédrægur og þau geti ekki haft samskipti við þig. Þau segja að þú sért erfiður“.“ „Ég var mjög hissa. Þetta var svo persónulegt. Þau höfðu aldrei sagt neitt við mig, það voru aldrei nein vandamál. Ég hélt mig í herberginu mínu og truflaði aldrei neinn. Þau kvöddu mig eins og allt væri í lagi en sögðu félaginu svo að þau vildu ekki hafa mig lengur.“ Miðjumaðurinn lýsti því hvernig hann hafi farið út með bolta og sparkað honum í vegg í nokkra klukkutíma. Hann ákvað að hann skyldi komast í aðallið félagsins innan tveggja mánaða og hann ætlaði ekki að koma heim með skottið á milli lappanna. Hann fór aftur til Genk eftir sumarfríið og þurfti aftur að fara á heimavist. Einn daginn breyttist allt. Hann var í varaliðinu og liðið átti leik á föstudagskvöldi. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á í seinni hálfleik. „Þegar ég kom inn á þá bara brjálaðist ég,“ skrifaði de Bruyne en hann skoraði fimm mörk eftir að hann kom inn á. Þá breyttist allt, hann komst í aðalliðið og félagið var tilbúið til þess að borga fyrir nýja fósturfjölskyldu. „Þessi lífsreynsla var bensín fyrir ferilinn minn. En þetta mál elti mig í langan tíma. Þegar ég skrifaði undir hjá Chelsea var enn verið að segja þessa sögu í belgískum fjölmiðlum, hversu erfið manneskja ég sé.“ De Bruyne fór einnig yfir tíma sinn hjá Chelsea, samskiptin við Jose Mourinho, og áhrif Pep Guardiola á Manchester City. Allan pistil de Bruyne má lesa hér. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Kevin de Bruyne á feril sinn að þakka belgískri fósturfjölskyldu sem vildi hann ekki. Þetta sagði hann í opinskárri færslu á The Player's Tribune. De Bruyne byrjar færslu sína á því að segja að hann hafi haldið að Raheem Sterling væri hrokafullur og leiðinlegur afþví hann hafi lesið svo margar neikvæðar fréttir um hann. Sterling hélt að de Bruyne væri erfiður einfari. Belginn sagðist hafa skilið vel afhverju Sterling hafi haldið þetta um sig, hann hafi haft ský yfir höfði sér síðan hann var 16 ára gamall. „Ég skal segja ykkur sögu, en þið verðið að skilja að það að tala um sjálfan mig er eitt það erfiðasta sem ég geri,“ skrifaði de Bruyne. Hann byrjaði sögu sína á að segja að hann hafi alla tíð verið hljóðlátur og feiminn. Hann talaði ekki mikið utan vallar en gat sprungið út á fótboltavellinum. Þegar hann var 14 ára fór hann í fótboltaakademíu í Genk og fluttist því frá fjölskyldu sinni. Fyrsta árið bjó hann á heimavist, einn í litlu herbergi. Annað árið fékk hann hins vegar að flytja til fósturfjölskyldu. Hann, og tveir aðrir, fluttu inn til fjölskyldu sem akademían borgaði fyrir að hýsa þá.Kevin de Bruyne í búningi Genkvísir/getty„Ég var ennþá mikið einn, en ég hélt að allt gengi vel. Árið leið, mér gekk vel í skóla og í fótboltanum. Engin slagsmál og engin vandræði.“ „Í lok skólaársins pakkaði ég niður og sagði bless við fósturfjölskylduna. Þau sögðu: „Sjáumst í haust, hafðu það gott í sumar“.“ „En um leið og ég labbaði inn um dyrnar heima hjá foreldrum mínum sá ég að móðir mín var grátandi. Ég hélt það hefði einhver dáið eða eitthvað slíkt.“ „Ég spurði hvað var að og móðir mín sagði orðin sem líklegast skópu restina af ferlinum. Hún sagði: „Þau vilja ekki að þú komir aftur. Fósturfjölskyldan vill ekki hafa þig lengur útaf því hver þú ert. Þau segja að þú sért of hlédrægur og þau geti ekki haft samskipti við þig. Þau segja að þú sért erfiður“.“ „Ég var mjög hissa. Þetta var svo persónulegt. Þau höfðu aldrei sagt neitt við mig, það voru aldrei nein vandamál. Ég hélt mig í herberginu mínu og truflaði aldrei neinn. Þau kvöddu mig eins og allt væri í lagi en sögðu félaginu svo að þau vildu ekki hafa mig lengur.“ Miðjumaðurinn lýsti því hvernig hann hafi farið út með bolta og sparkað honum í vegg í nokkra klukkutíma. Hann ákvað að hann skyldi komast í aðallið félagsins innan tveggja mánaða og hann ætlaði ekki að koma heim með skottið á milli lappanna. Hann fór aftur til Genk eftir sumarfríið og þurfti aftur að fara á heimavist. Einn daginn breyttist allt. Hann var í varaliðinu og liðið átti leik á föstudagskvöldi. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á í seinni hálfleik. „Þegar ég kom inn á þá bara brjálaðist ég,“ skrifaði de Bruyne en hann skoraði fimm mörk eftir að hann kom inn á. Þá breyttist allt, hann komst í aðalliðið og félagið var tilbúið til þess að borga fyrir nýja fósturfjölskyldu. „Þessi lífsreynsla var bensín fyrir ferilinn minn. En þetta mál elti mig í langan tíma. Þegar ég skrifaði undir hjá Chelsea var enn verið að segja þessa sögu í belgískum fjölmiðlum, hversu erfið manneskja ég sé.“ De Bruyne fór einnig yfir tíma sinn hjá Chelsea, samskiptin við Jose Mourinho, og áhrif Pep Guardiola á Manchester City. Allan pistil de Bruyne má lesa hér.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira