Augnablikið sem breytti ferlinum var þegar fósturfjölskylda sagðist ekki vilja hann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. apríl 2019 17:00 Kevin de Bruyne er einn af bestu fótboltamönnum heims í dag vísir/getty Kevin de Bruyne á feril sinn að þakka belgískri fósturfjölskyldu sem vildi hann ekki. Þetta sagði hann í opinskárri færslu á The Player's Tribune. De Bruyne byrjar færslu sína á því að segja að hann hafi haldið að Raheem Sterling væri hrokafullur og leiðinlegur afþví hann hafi lesið svo margar neikvæðar fréttir um hann. Sterling hélt að de Bruyne væri erfiður einfari. Belginn sagðist hafa skilið vel afhverju Sterling hafi haldið þetta um sig, hann hafi haft ský yfir höfði sér síðan hann var 16 ára gamall. „Ég skal segja ykkur sögu, en þið verðið að skilja að það að tala um sjálfan mig er eitt það erfiðasta sem ég geri,“ skrifaði de Bruyne. Hann byrjaði sögu sína á að segja að hann hafi alla tíð verið hljóðlátur og feiminn. Hann talaði ekki mikið utan vallar en gat sprungið út á fótboltavellinum. Þegar hann var 14 ára fór hann í fótboltaakademíu í Genk og fluttist því frá fjölskyldu sinni. Fyrsta árið bjó hann á heimavist, einn í litlu herbergi. Annað árið fékk hann hins vegar að flytja til fósturfjölskyldu. Hann, og tveir aðrir, fluttu inn til fjölskyldu sem akademían borgaði fyrir að hýsa þá.Kevin de Bruyne í búningi Genkvísir/getty„Ég var ennþá mikið einn, en ég hélt að allt gengi vel. Árið leið, mér gekk vel í skóla og í fótboltanum. Engin slagsmál og engin vandræði.“ „Í lok skólaársins pakkaði ég niður og sagði bless við fósturfjölskylduna. Þau sögðu: „Sjáumst í haust, hafðu það gott í sumar“.“ „En um leið og ég labbaði inn um dyrnar heima hjá foreldrum mínum sá ég að móðir mín var grátandi. Ég hélt það hefði einhver dáið eða eitthvað slíkt.“ „Ég spurði hvað var að og móðir mín sagði orðin sem líklegast skópu restina af ferlinum. Hún sagði: „Þau vilja ekki að þú komir aftur. Fósturfjölskyldan vill ekki hafa þig lengur útaf því hver þú ert. Þau segja að þú sért of hlédrægur og þau geti ekki haft samskipti við þig. Þau segja að þú sért erfiður“.“ „Ég var mjög hissa. Þetta var svo persónulegt. Þau höfðu aldrei sagt neitt við mig, það voru aldrei nein vandamál. Ég hélt mig í herberginu mínu og truflaði aldrei neinn. Þau kvöddu mig eins og allt væri í lagi en sögðu félaginu svo að þau vildu ekki hafa mig lengur.“ Miðjumaðurinn lýsti því hvernig hann hafi farið út með bolta og sparkað honum í vegg í nokkra klukkutíma. Hann ákvað að hann skyldi komast í aðallið félagsins innan tveggja mánaða og hann ætlaði ekki að koma heim með skottið á milli lappanna. Hann fór aftur til Genk eftir sumarfríið og þurfti aftur að fara á heimavist. Einn daginn breyttist allt. Hann var í varaliðinu og liðið átti leik á föstudagskvöldi. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á í seinni hálfleik. „Þegar ég kom inn á þá bara brjálaðist ég,“ skrifaði de Bruyne en hann skoraði fimm mörk eftir að hann kom inn á. Þá breyttist allt, hann komst í aðalliðið og félagið var tilbúið til þess að borga fyrir nýja fósturfjölskyldu. „Þessi lífsreynsla var bensín fyrir ferilinn minn. En þetta mál elti mig í langan tíma. Þegar ég skrifaði undir hjá Chelsea var enn verið að segja þessa sögu í belgískum fjölmiðlum, hversu erfið manneskja ég sé.“ De Bruyne fór einnig yfir tíma sinn hjá Chelsea, samskiptin við Jose Mourinho, og áhrif Pep Guardiola á Manchester City. Allan pistil de Bruyne má lesa hér. Enski boltinn Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Kevin de Bruyne á feril sinn að þakka belgískri fósturfjölskyldu sem vildi hann ekki. Þetta sagði hann í opinskárri færslu á The Player's Tribune. De Bruyne byrjar færslu sína á því að segja að hann hafi haldið að Raheem Sterling væri hrokafullur og leiðinlegur afþví hann hafi lesið svo margar neikvæðar fréttir um hann. Sterling hélt að de Bruyne væri erfiður einfari. Belginn sagðist hafa skilið vel afhverju Sterling hafi haldið þetta um sig, hann hafi haft ský yfir höfði sér síðan hann var 16 ára gamall. „Ég skal segja ykkur sögu, en þið verðið að skilja að það að tala um sjálfan mig er eitt það erfiðasta sem ég geri,“ skrifaði de Bruyne. Hann byrjaði sögu sína á að segja að hann hafi alla tíð verið hljóðlátur og feiminn. Hann talaði ekki mikið utan vallar en gat sprungið út á fótboltavellinum. Þegar hann var 14 ára fór hann í fótboltaakademíu í Genk og fluttist því frá fjölskyldu sinni. Fyrsta árið bjó hann á heimavist, einn í litlu herbergi. Annað árið fékk hann hins vegar að flytja til fósturfjölskyldu. Hann, og tveir aðrir, fluttu inn til fjölskyldu sem akademían borgaði fyrir að hýsa þá.Kevin de Bruyne í búningi Genkvísir/getty„Ég var ennþá mikið einn, en ég hélt að allt gengi vel. Árið leið, mér gekk vel í skóla og í fótboltanum. Engin slagsmál og engin vandræði.“ „Í lok skólaársins pakkaði ég niður og sagði bless við fósturfjölskylduna. Þau sögðu: „Sjáumst í haust, hafðu það gott í sumar“.“ „En um leið og ég labbaði inn um dyrnar heima hjá foreldrum mínum sá ég að móðir mín var grátandi. Ég hélt það hefði einhver dáið eða eitthvað slíkt.“ „Ég spurði hvað var að og móðir mín sagði orðin sem líklegast skópu restina af ferlinum. Hún sagði: „Þau vilja ekki að þú komir aftur. Fósturfjölskyldan vill ekki hafa þig lengur útaf því hver þú ert. Þau segja að þú sért of hlédrægur og þau geti ekki haft samskipti við þig. Þau segja að þú sért erfiður“.“ „Ég var mjög hissa. Þetta var svo persónulegt. Þau höfðu aldrei sagt neitt við mig, það voru aldrei nein vandamál. Ég hélt mig í herberginu mínu og truflaði aldrei neinn. Þau kvöddu mig eins og allt væri í lagi en sögðu félaginu svo að þau vildu ekki hafa mig lengur.“ Miðjumaðurinn lýsti því hvernig hann hafi farið út með bolta og sparkað honum í vegg í nokkra klukkutíma. Hann ákvað að hann skyldi komast í aðallið félagsins innan tveggja mánaða og hann ætlaði ekki að koma heim með skottið á milli lappanna. Hann fór aftur til Genk eftir sumarfríið og þurfti aftur að fara á heimavist. Einn daginn breyttist allt. Hann var í varaliðinu og liðið átti leik á föstudagskvöldi. Hann byrjaði á bekknum en kom inn á í seinni hálfleik. „Þegar ég kom inn á þá bara brjálaðist ég,“ skrifaði de Bruyne en hann skoraði fimm mörk eftir að hann kom inn á. Þá breyttist allt, hann komst í aðalliðið og félagið var tilbúið til þess að borga fyrir nýja fósturfjölskyldu. „Þessi lífsreynsla var bensín fyrir ferilinn minn. En þetta mál elti mig í langan tíma. Þegar ég skrifaði undir hjá Chelsea var enn verið að segja þessa sögu í belgískum fjölmiðlum, hversu erfið manneskja ég sé.“ De Bruyne fór einnig yfir tíma sinn hjá Chelsea, samskiptin við Jose Mourinho, og áhrif Pep Guardiola á Manchester City. Allan pistil de Bruyne má lesa hér.
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn