Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:51 Jared Kushner, ráðgjafi í Hvíta húsinu. getty/Anna Moneymaker Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“ Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. Þetta kom fram í tilkynningu Hvíta hússins í dag og greint er frá málinu á vef fréttastofu Yahoo. Með Kushner fer Jason Greenblatt, sem er aðalfulltrúi Trumps þegar kemur að samningsgerð alþjóðlega, auk Brian Hook, sem er fulltrúi Bandaríkjanna fyrir málefni Íran, kom fram í tilkynningu Hvíta hússins. Þeir munu ferðast til Rabat, Amman og Jerúsalem 27. maí til 31. maí. Búist er við að Trump stjórnin muni birta áform sín, sem beðið hefur verið eftir lengi, jafnvel svo snemma sem í næsta mánuði, en fulltrúar Palestínu hafa þegar hafnað skipulaginu þar sem það er verulega hliðhollt Ísraelsríki. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki neglt niður tímasetningu þar sem áformin taka gildi vegna pólitískra hliða málsins. Kushner er meginsmiður áformanna, en Greenblatt, sem hefur lengi starfað sem lögmaður Trumps, hefur verið honum innan handar vegna þekkingar sinnar á svæðinu. Aðeins eru nokkrir dagar síðan Trump gaf leyfi fyrir vopnakaupum við Sádi-Arabíu og aðra bandamenn sína í Mið-Austurlöndum upp á 1.009 milljarða íslenskra króna og gerði það þvert á vilja Bandaríkjaþings. Kushner hefur sóst eftir bandalagi við Sáda gegn Íran, í von um að auka stuðning við friðaráætlanir sínar á Arabíuskaganum. Bandaríkjaþing hafði fryst alla vopnasölu til Sádi-Arabíu eftir að aðgerðasinninn Jamal Khashoggi var myrtur í október síðastliðnum, auk gruns um að herflokkar frá Sádi-Arabíu herjuðu á almenna borgara í Yemen. Stjórn Trumps sagði vopnasöluna nauðsynlega til að „fyrirbyggja ágengni Íran og byggja upp varnarsamvinnu með Sádum.“
Bandaríkin Íran Ísrael Palestína Sádi-Arabía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira