Enginn fær að fara frá Chelsea ef félagsskiptabannið stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 13:30 Christensen hefur fengið að spila leiki Chelsea í Evrópudeildinni. Hér er hann í baráttu við Arnór Ingva Traustason. vísir/getty Ef félagsskiptabann Chelsea stendur þá mun félagið ekki leyfa neinum leikmanni að yfirgefa félagið. Þetta segir danski varnarmaðurinn Andreas Christensen. FIFA setti Chelsea í félagsskiptabann næstu tvo félagsskiptaglugga vegna brota á reglum varðandi félagsskipti ungra leikmanna. Chelsea neitar sök og hefur áfrýjað banninu. Áfrýjunin verður tekin fyrir 11. apríl en ef bannið stendur getur Chelsea farið með málið fyrir íþróttadómstólinn CAS (e. Court of Arbitration for Sport). Chelsea bað um að bannið yrði sett til hliðar á meðan málsmeðferð stæði yfir, en þeirri ósk var hafnað og hefur málið þegar haft áhrif innan félagsins. Daninn Christensen hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum undir Maurizio Sarri og hefur haft augastað á að breyta um félag. „Skilaboðin sem við fengum eru að Chelsea vill halda öllum leikmönnunum út af þessu máli. Það er mjög erfitt fyrir mig að samþykkja þessa stöðu,“ sagði Christensen við Ekstra Bladet. „Ég hef reynt að sanna mig á æfingasvæðinu en það er erfitt þar sem við æfum takmarkað þegar leikjaálagið er mikið.“ Christensen er ekki eini leikmaðurinn sem Chelsea þarf að halda í í sumar. Eden Hazard er ítrekað orðaður frá félaginu og síðustu misseri hefur hann virst líklegri til þess að færa sig um set. Hann segir þó sögusagnir um að hann hafi nú þegar gert samkomulag við Real Madrid ekki sannar. Samningur Hazard rennur út sumarið 2020, þegar Chelsea mætti þá kaupa inn nýja leikmenn á ný ef bannið stendur. Þá gæti hann hins vegar farið frítt frá félaginu svo Chelsea þarf annað hvort að selja Hazard í sumar til þess að fá eitthvað fyrir hann eða reyna að sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00 „Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00 FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Ef félagsskiptabann Chelsea stendur þá mun félagið ekki leyfa neinum leikmanni að yfirgefa félagið. Þetta segir danski varnarmaðurinn Andreas Christensen. FIFA setti Chelsea í félagsskiptabann næstu tvo félagsskiptaglugga vegna brota á reglum varðandi félagsskipti ungra leikmanna. Chelsea neitar sök og hefur áfrýjað banninu. Áfrýjunin verður tekin fyrir 11. apríl en ef bannið stendur getur Chelsea farið með málið fyrir íþróttadómstólinn CAS (e. Court of Arbitration for Sport). Chelsea bað um að bannið yrði sett til hliðar á meðan málsmeðferð stæði yfir, en þeirri ósk var hafnað og hefur málið þegar haft áhrif innan félagsins. Daninn Christensen hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum undir Maurizio Sarri og hefur haft augastað á að breyta um félag. „Skilaboðin sem við fengum eru að Chelsea vill halda öllum leikmönnunum út af þessu máli. Það er mjög erfitt fyrir mig að samþykkja þessa stöðu,“ sagði Christensen við Ekstra Bladet. „Ég hef reynt að sanna mig á æfingasvæðinu en það er erfitt þar sem við æfum takmarkað þegar leikjaálagið er mikið.“ Christensen er ekki eini leikmaðurinn sem Chelsea þarf að halda í í sumar. Eden Hazard er ítrekað orðaður frá félaginu og síðustu misseri hefur hann virst líklegri til þess að færa sig um set. Hann segir þó sögusagnir um að hann hafi nú þegar gert samkomulag við Real Madrid ekki sannar. Samningur Hazard rennur út sumarið 2020, þegar Chelsea mætti þá kaupa inn nýja leikmenn á ný ef bannið stendur. Þá gæti hann hins vegar farið frítt frá félaginu svo Chelsea þarf annað hvort að selja Hazard í sumar til þess að fá eitthvað fyrir hann eða reyna að sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00 „Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00 FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00
„Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00
FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48