Enski boltinn

Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Knattspyrnustjóri Chelsea, hvort sem það verður áfram Maurizio Sarri eða ekki, fær ekki að versla nýja leikmenn í bráð
Knattspyrnustjóri Chelsea, hvort sem það verður áfram Maurizio Sarri eða ekki, fær ekki að versla nýja leikmenn í bráð vísir/getty
Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum.

FIFA dæmdi Chelsea í bann frá næstu tveimur félagsskiptagluggum eftir rannsókn á félagsskiptum ungra, erlendra leikmanna til Chelsea.

Af 92 málum sem FIFA skoðaði voru 29 þar sem reglur voru brotnar.

FIFA hefur staðfest að áfrýjun hafi borist frá Chelsea, en gat ekki sagt fyrir um hvenær hún yrði tekin fyrir.

Chelsea má láta frá sér leikmenn en ekki kaupa nýja inn hvorki í sumar né í janúarglugganum 2020.

Bannið á ekki við um kvennalið Chelsea.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×