Enginn fær að fara frá Chelsea ef félagsskiptabannið stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 13:30 Christensen hefur fengið að spila leiki Chelsea í Evrópudeildinni. Hér er hann í baráttu við Arnór Ingva Traustason. vísir/getty Ef félagsskiptabann Chelsea stendur þá mun félagið ekki leyfa neinum leikmanni að yfirgefa félagið. Þetta segir danski varnarmaðurinn Andreas Christensen. FIFA setti Chelsea í félagsskiptabann næstu tvo félagsskiptaglugga vegna brota á reglum varðandi félagsskipti ungra leikmanna. Chelsea neitar sök og hefur áfrýjað banninu. Áfrýjunin verður tekin fyrir 11. apríl en ef bannið stendur getur Chelsea farið með málið fyrir íþróttadómstólinn CAS (e. Court of Arbitration for Sport). Chelsea bað um að bannið yrði sett til hliðar á meðan málsmeðferð stæði yfir, en þeirri ósk var hafnað og hefur málið þegar haft áhrif innan félagsins. Daninn Christensen hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum undir Maurizio Sarri og hefur haft augastað á að breyta um félag. „Skilaboðin sem við fengum eru að Chelsea vill halda öllum leikmönnunum út af þessu máli. Það er mjög erfitt fyrir mig að samþykkja þessa stöðu,“ sagði Christensen við Ekstra Bladet. „Ég hef reynt að sanna mig á æfingasvæðinu en það er erfitt þar sem við æfum takmarkað þegar leikjaálagið er mikið.“ Christensen er ekki eini leikmaðurinn sem Chelsea þarf að halda í í sumar. Eden Hazard er ítrekað orðaður frá félaginu og síðustu misseri hefur hann virst líklegri til þess að færa sig um set. Hann segir þó sögusagnir um að hann hafi nú þegar gert samkomulag við Real Madrid ekki sannar. Samningur Hazard rennur út sumarið 2020, þegar Chelsea mætti þá kaupa inn nýja leikmenn á ný ef bannið stendur. Þá gæti hann hins vegar farið frítt frá félaginu svo Chelsea þarf annað hvort að selja Hazard í sumar til þess að fá eitthvað fyrir hann eða reyna að sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00 „Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00 FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ef félagsskiptabann Chelsea stendur þá mun félagið ekki leyfa neinum leikmanni að yfirgefa félagið. Þetta segir danski varnarmaðurinn Andreas Christensen. FIFA setti Chelsea í félagsskiptabann næstu tvo félagsskiptaglugga vegna brota á reglum varðandi félagsskipti ungra leikmanna. Chelsea neitar sök og hefur áfrýjað banninu. Áfrýjunin verður tekin fyrir 11. apríl en ef bannið stendur getur Chelsea farið með málið fyrir íþróttadómstólinn CAS (e. Court of Arbitration for Sport). Chelsea bað um að bannið yrði sett til hliðar á meðan málsmeðferð stæði yfir, en þeirri ósk var hafnað og hefur málið þegar haft áhrif innan félagsins. Daninn Christensen hefur aðeins komið við sögu í þremur úrvalsdeildarleikjum undir Maurizio Sarri og hefur haft augastað á að breyta um félag. „Skilaboðin sem við fengum eru að Chelsea vill halda öllum leikmönnunum út af þessu máli. Það er mjög erfitt fyrir mig að samþykkja þessa stöðu,“ sagði Christensen við Ekstra Bladet. „Ég hef reynt að sanna mig á æfingasvæðinu en það er erfitt þar sem við æfum takmarkað þegar leikjaálagið er mikið.“ Christensen er ekki eini leikmaðurinn sem Chelsea þarf að halda í í sumar. Eden Hazard er ítrekað orðaður frá félaginu og síðustu misseri hefur hann virst líklegri til þess að færa sig um set. Hann segir þó sögusagnir um að hann hafi nú þegar gert samkomulag við Real Madrid ekki sannar. Samningur Hazard rennur út sumarið 2020, þegar Chelsea mætti þá kaupa inn nýja leikmenn á ný ef bannið stendur. Þá gæti hann hins vegar farið frítt frá félaginu svo Chelsea þarf annað hvort að selja Hazard í sumar til þess að fá eitthvað fyrir hann eða reyna að sannfæra hann um að skrifa undir nýjan samning.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00 „Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00 FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Chelsea áfrýjaði félagsskiptabanninu Chelsea hefur áfrýjað félagsskiptabanninu sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA setti á félagið á dögunum. 5. mars 2019 20:00
„Vil bara hafa leikmenn í mínu liði sem vilja spila fyrir Chelsea“ Sarri stressar sig ekki á því að Hazard gæti verið á förum. 14. mars 2019 07:00
FIFA setur Chelsea í félagaskiptabann Enska úrvalsdeildarliðið má ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur gluggum. 22. febrúar 2019 09:48