Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2019 17:21 Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. Vísir/Vilhelm Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hótels og formaður fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði vonast til þess að félagsdómur hefði dæmt verkfallið ólögmætt en úr því sem komið væri þyrftu stjórnendur að takast á við stöðuna eftir því sem hægt er. Sjá nánar: Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið „Það er áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu. Ég hef ekki séð hana áður, þessa tilhlökkun hjá verkalýðsforystu að komast í slag,“ segir Kristófer. Hann segir að ummæli Sólveig Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, hefðu stuðað sig en hún sagði að hún hlakkaði til að fara í verkfall. „Ég vona að það stuði fleiri en mig.“ Verkfallsboðunin tekur til um hundrað og fimmtíu starfsmanna Center hótela. „Fólk vinnur til tíu eins og er heimilt og síðan taka við eigendur og aðrir sem mega vinna og klára sem þeir geta. Það verður náttúrulega einhver takmörkuð þjónusta. Við náttúrulega óskum bara eftir skilningi gesta með því að afhenda þeim bréf til að útskýra stöðuna,“ segir Kristófer. Hann segist hafa miklar áhyggjur af þeim skilaboðum sem verið sé að senda til markaðarins. „Það á eftir að koma við bæði mig og þig og alla þjóðina. Þú þarft ekki annað en að fletta blöðunum. Það eru þegar gjaldþrotafréttir og sælmar fréttir og það fylgjast náttúrulega allir með WOW. Þetta hjálpar ekki í erfiðum samningaviðræðum. Það eru bara verkföll fram undan og óvissa. Það er ekki uppáhaldið hjá mönnum sem eru að fjárfesta,“ segir Kristófer sem spyr jafnframt hvað verði um starfsfólkið ef komi til mikils samdráttar.Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að verkfallsaðgerðirnar valdi heilmiklu tjóni.Vísir/PjeturLjóst að verkfallið valdi heilmiklu tjóni Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að stjórnendur séu búnir að smíða aðgerðaráætlun þeir hafa unnið að undanfarna daga sem miðast af því að geta tekið á móti þeim gestum sem nú þegar hafa bókað gistingu hjá þeim og reyna að þjónusta þá eins og kostur er „Það er alveg ljóst að þetta veldur heilmiklu tjóni. Við höfum ekki getað tekið á móti nýjum bókunum á þessum degi og töluvert er um afbókanir sem við höfum líka lent í þannig að þetta er snúin staða,“ segir Davíð. Hann segist ekki hafa neinn hug á að brjóta nein verkfallslög og því muni hann vinna mjög náið með stéttarfélögunum. Flestir starfsmenn hótelanna munu mæta á venjulegum tíma en leggja síðan niður störf klukkan tíu.Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. Það kom til snarpra orðaskipta í tengslum við atkvæðagreiðslu um verkfall hótelstarfsfólks.vísir/vilhelm„Ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park hótel, segir einnig að ummæli Sólveigar Önnu hefðu komið honum á óvart. „Hún hlakkar rosalega mikið til að fara í verkfall sem mér þykir nú algjörlega fyrir neðan allar hellur. Það er ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað,“ segir Árni. Hann segist sjálfur ætla að ganga í störf hótelstarfsmannanna sem leggja niður störf klukkan 10 á morgun. „Ég hef nú starfað sjálfur við það að þrífa herbergi. Ég var fyrsti og eini karlmaðurinn á Hótel Sögu á sínum tíma sem starfaði við þetta í nokkrar vikur þannig að ég veit alveg hvað ég er að gera sko,“ segir Árni. Hann segist hafa gert gestum sínum það ljóst að ekki verði full þjónusta í boði á morgun. Hann hafi boðið gestum sínum í mat sem vilja skrá sig fyrr út. „Auðvitað er þetta óþægilegt, bæði fyrir mig og gestina og líka fyrir starfsmennina,“ segir Árni. Munu moka sig í gegnum skaflinn Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KEA hótela, segir að fjöldi starfsfólks hótelanna sem verkfallsboðunin nái til sé rúmlega hundrað. Páll segist, rétt eins og Davíð, hafa þurft að loka fyrir pantanir fyrir morgundaginn til að takmarka skaðann. Þau hyggjast haga málum þannig að þau bjóða gestum afslætti fyrir að fara fyrr úr herbergjunum til að hægt verði að þrífa þau. Páll vildi óska konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er á morgun og segir að þau muni moka sig í gegnum þennan skafl. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. 6. mars 2019 18:03 Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hótels og formaður fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu, segir í samtali við fréttastofu að hann hefði vonast til þess að félagsdómur hefði dæmt verkfallið ólögmætt en úr því sem komið væri þyrftu stjórnendur að takast á við stöðuna eftir því sem hægt er. Sjá nánar: Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið „Það er áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu. Ég hef ekki séð hana áður, þessa tilhlökkun hjá verkalýðsforystu að komast í slag,“ segir Kristófer. Hann segir að ummæli Sólveig Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, hefðu stuðað sig en hún sagði að hún hlakkaði til að fara í verkfall. „Ég vona að það stuði fleiri en mig.“ Verkfallsboðunin tekur til um hundrað og fimmtíu starfsmanna Center hótela. „Fólk vinnur til tíu eins og er heimilt og síðan taka við eigendur og aðrir sem mega vinna og klára sem þeir geta. Það verður náttúrulega einhver takmörkuð þjónusta. Við náttúrulega óskum bara eftir skilningi gesta með því að afhenda þeim bréf til að útskýra stöðuna,“ segir Kristófer. Hann segist hafa miklar áhyggjur af þeim skilaboðum sem verið sé að senda til markaðarins. „Það á eftir að koma við bæði mig og þig og alla þjóðina. Þú þarft ekki annað en að fletta blöðunum. Það eru þegar gjaldþrotafréttir og sælmar fréttir og það fylgjast náttúrulega allir með WOW. Þetta hjálpar ekki í erfiðum samningaviðræðum. Það eru bara verkföll fram undan og óvissa. Það er ekki uppáhaldið hjá mönnum sem eru að fjárfesta,“ segir Kristófer sem spyr jafnframt hvað verði um starfsfólkið ef komi til mikils samdráttar.Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að verkfallsaðgerðirnar valdi heilmiklu tjóni.Vísir/PjeturLjóst að verkfallið valdi heilmiklu tjóni Davíð Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslands hótela, segir að stjórnendur séu búnir að smíða aðgerðaráætlun þeir hafa unnið að undanfarna daga sem miðast af því að geta tekið á móti þeim gestum sem nú þegar hafa bókað gistingu hjá þeim og reyna að þjónusta þá eins og kostur er „Það er alveg ljóst að þetta veldur heilmiklu tjóni. Við höfum ekki getað tekið á móti nýjum bókunum á þessum degi og töluvert er um afbókanir sem við höfum líka lent í þannig að þetta er snúin staða,“ segir Davíð. Hann segist ekki hafa neinn hug á að brjóta nein verkfallslög og því muni hann vinna mjög náið með stéttarfélögunum. Flestir starfsmenn hótelanna munu mæta á venjulegum tíma en leggja síðan niður störf klukkan tíu.Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræða hér málin í anddyri hótelsins í hádeginu. Það kom til snarpra orðaskipta í tengslum við atkvæðagreiðslu um verkfall hótelstarfsfólks.vísir/vilhelm„Ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park hótel, segir einnig að ummæli Sólveigar Önnu hefðu komið honum á óvart. „Hún hlakkar rosalega mikið til að fara í verkfall sem mér þykir nú algjörlega fyrir neðan allar hellur. Það er ótrúlegt að nokkur manneskja skuli segja svona lagað,“ segir Árni. Hann segist sjálfur ætla að ganga í störf hótelstarfsmannanna sem leggja niður störf klukkan 10 á morgun. „Ég hef nú starfað sjálfur við það að þrífa herbergi. Ég var fyrsti og eini karlmaðurinn á Hótel Sögu á sínum tíma sem starfaði við þetta í nokkrar vikur þannig að ég veit alveg hvað ég er að gera sko,“ segir Árni. Hann segist hafa gert gestum sínum það ljóst að ekki verði full þjónusta í boði á morgun. Hann hafi boðið gestum sínum í mat sem vilja skrá sig fyrr út. „Auðvitað er þetta óþægilegt, bæði fyrir mig og gestina og líka fyrir starfsmennina,“ segir Árni. Munu moka sig í gegnum skaflinn Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KEA hótela, segir að fjöldi starfsfólks hótelanna sem verkfallsboðunin nái til sé rúmlega hundrað. Páll segist, rétt eins og Davíð, hafa þurft að loka fyrir pantanir fyrir morgundaginn til að takmarka skaðann. Þau hyggjast haga málum þannig að þau bjóða gestum afslætti fyrir að fara fyrr úr herbergjunum til að hægt verði að þrífa þau. Páll vildi óska konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er á morgun og segir að þau muni moka sig í gegnum þennan skafl.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. 6. mars 2019 18:03 Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Boða til verkfalls í apríl á hótelum og veitingastöðum á Reykjanesi Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur hefur ákveðið að boða til sambærilegra aðgerða og Efling og VR. Fyrsta atkvæðagreiðslan um verkfall fer fram hjá verkafólki á hótelum og veitingahúsum en verði það samþykkt hefst það í apríl. Formaður félagsins telur að Samtök atvinnulífsins hafi gefist of fljótt upp við að ná samningum. 6. mars 2019 18:03
Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02