Upphitun: Stór dagur í Meistaradeildarbaráttunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. janúar 2019 06:00 Fram undan er risadagur í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni, Aron Einar Gunnarsson verður í eldlínunni í fallbaráttuslag og Gylfi Þór Sigurðsson leggur land undir fót. Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er jafnframt stórleikur helgarinnar, viðureign Arsenal og Chelsea á Emirates. Chelsea situr í fjórða sæti eftir 22 umferðir með 47 stig. Sex stigum neðar er Arsenal í fimmta sætinu. Manchester United tórir svo í sjötta sæti með 41 stig eins og Arsenal. Vinni Chelsea er brekkan orðin heldur brött fyrir Arsenal og verða Skytturnar að ná í sigur til þess að halda spennu í leikum. Úrslitin sem stuðningsmenn Manchester United vonast hins vegar eftir eru jafntefli því þá getur liðið heldur betur sótt á bæði lið með sigri gegn Brighton. Ole Gunnar Solskjær hefur farið frábærlega af stað með Manchester United, svo vel hefur hann byrjað að enginn stjóri hefur byrjað eins vel í sögu þessa stórveldis. Þó Brighton hafi unnið United í haust þá ætti leikurinn á Old Trafford að vera svokallaður skyldusigur fyrir Paul Pogba og félaga. Topplið Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn á Anfield. Liðið vann torsóttan sigur á Brighton um síðustu helgi og komst því aftur á sigurbraut eftir fyrsta tap tímabilsins í deildinni gegn Manchester City. Öll Íslendingaliðin þrjú eru í eldlínunni í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sækja Newcastle heim í risastórum leik í fallbaráttunni, Newcastle er í fallsæti með 18 stig, Cardiff sæti ofar með 19 stig. Everton siglir lygnan sjó um miðja deild, Gylfi og félagar sækja Southampton heim á suðurströndina. Burnley fer til Watford og heldur áfram leit sinni að mikilvægum stigum til þess að tryggja veru sína í deildinni. Jóhann Berg Guðmundsson verður þó að öllum líkindum ekki með Burnley þar sem hann er enn að berjast við meiðsli.Leikir dagsins: 12:30 Wolverhampton Wanderers - Leicester City, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Bournemouth - West Ham United 15:00 Liverpool - Crystal Palace 15:00 Manchester United - Brighton and Hove Albion, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Newcastle United - Cardiff City 15:00 Southampton - Everton 15:00 Watford - Burnley 17:30 Arsenal - Chelsea, í beinni á Stöð 2 Sport Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira
Fram undan er risadagur í baráttunni um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni, Aron Einar Gunnarsson verður í eldlínunni í fallbaráttuslag og Gylfi Þór Sigurðsson leggur land undir fót. Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er jafnframt stórleikur helgarinnar, viðureign Arsenal og Chelsea á Emirates. Chelsea situr í fjórða sæti eftir 22 umferðir með 47 stig. Sex stigum neðar er Arsenal í fimmta sætinu. Manchester United tórir svo í sjötta sæti með 41 stig eins og Arsenal. Vinni Chelsea er brekkan orðin heldur brött fyrir Arsenal og verða Skytturnar að ná í sigur til þess að halda spennu í leikum. Úrslitin sem stuðningsmenn Manchester United vonast hins vegar eftir eru jafntefli því þá getur liðið heldur betur sótt á bæði lið með sigri gegn Brighton. Ole Gunnar Solskjær hefur farið frábærlega af stað með Manchester United, svo vel hefur hann byrjað að enginn stjóri hefur byrjað eins vel í sögu þessa stórveldis. Þó Brighton hafi unnið United í haust þá ætti leikurinn á Old Trafford að vera svokallaður skyldusigur fyrir Paul Pogba og félaga. Topplið Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn á Anfield. Liðið vann torsóttan sigur á Brighton um síðustu helgi og komst því aftur á sigurbraut eftir fyrsta tap tímabilsins í deildinni gegn Manchester City. Öll Íslendingaliðin þrjú eru í eldlínunni í dag. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff sækja Newcastle heim í risastórum leik í fallbaráttunni, Newcastle er í fallsæti með 18 stig, Cardiff sæti ofar með 19 stig. Everton siglir lygnan sjó um miðja deild, Gylfi og félagar sækja Southampton heim á suðurströndina. Burnley fer til Watford og heldur áfram leit sinni að mikilvægum stigum til þess að tryggja veru sína í deildinni. Jóhann Berg Guðmundsson verður þó að öllum líkindum ekki með Burnley þar sem hann er enn að berjast við meiðsli.Leikir dagsins: 12:30 Wolverhampton Wanderers - Leicester City, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Bournemouth - West Ham United 15:00 Liverpool - Crystal Palace 15:00 Manchester United - Brighton and Hove Albion, í beinni á Stöð 2 Sport 15:00 Newcastle United - Cardiff City 15:00 Southampton - Everton 15:00 Watford - Burnley 17:30 Arsenal - Chelsea, í beinni á Stöð 2 Sport
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjá meira