Brugðust við fjöldamótmælum með táragasi og háþrýstidælum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2019 08:54 Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda í Hong Kong. Vísir/ap Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong til að mótmæla umdeildu lagafrumvarpi sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. Mótmælendur báru grímur og hjálma og söfnuðust saman við skrifstofur stjórnvalda og hindruðu aðgang. Þeir lokuðu einnig um hríð tveimur af helstu samgönguæðum borgarinnar. Óeirðarlögreglan brást við með því að nota táragas, piparúða og háþrýstidælur. Lögregluyfirvöld í Hong Kong birtu tíst í morgun þar sem kom fram að mótmælin væru ekki lengur friðsamleg samkoma. Þau ráðlögðu mótmælendum að hafa sig á brott ellegar þyrfti lögreglan að beita „viðeigandi“ valdi. Í skugga fjöldamótmæla um nýliðna helgi frestaði löggjafarþingið í Hong Kong í morgun annarri umræðu um lagasetninguna umdeildu. Forseti þingsins vildi þó ekki kannast við að frestunin væri liður í því að koma til móts við mótmælendur. Stjórnvöld segja að löggjöfin sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að Hong Kong verði skálkaskjól fyrir glæpamenn frá meginlandi Kína. Ákveðið var að ráðast í umbætur þegar stjórnvöld í Taiwan gátu ekki fengið 19 ára karlmann frá Hong Kong framseldan. Honum var gefið að sök að hafa myrt þungaða kærustu sína í fríi á Taiwan. Maðurinn flúði til Hong Kong því hann vissi að enginn framsalssamningur var í gildi.Fjöldamótmæli fyrir utan löggjafarþingið í Hong Kong í morgun.Vísir/apStjórnvöld hafa reynt að sefa áhyggjur mótmælenda með loforði um að eingöngu þeir brotamenn sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi verði framseldir. Mótmælendur í Hong Kong eru langt frá því að vera sannfærðir og eru þess fullvissir að tilgangurinn með nýju lögunum sé að múlbinda stjórnarandstæðinga á meginlandinu. Andstæðingar lagafrumvarpsins hafa miklar áhyggjur af gerræðislegu réttarfari í Kína; þvinguðum játningum og pyntingum. Þeir segjast ekki ætla að fara fet fyrr en stjórnvöld hverfa frá fyrirætlunum sínum. Þrátt fyrir óánægju með lagafrumvarpið hyggjast stjórnvöld koma því í gegnum þingið. Áætlað er að löggjafarþingið greiði atkvæði um frumvarpið 20. júní.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45 Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Xi segir Pútín sinn albesta vin Samband Rússlands og Kínverja er orðið stórgott samkvæmt forsetum ríkjanna tveggja. Stórveldin standa nú saman gegn Bandaríkjunum í fjölmörgum ágreiningsmálum. Til að mynda í Íranmálinu. 6. júní 2019 07:45
Risamótmæli í Hong Kong vegna nýs lagafrumvarps Telja að Kínverjar geti nýtt frumvarpið til að herja á pólitíska andstæðinga sína. 9. júní 2019 08:16