Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 09:00 Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. Vísir/ap Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“ Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Lýsingarorðin voru í efsta stigi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, líkt og honum er von og vísa, þegar hann ræddi við fjölmiðla að mogunverðarfundi hans með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, loknum. Fundurinn var einn af mörgum sem fara fram nú um helgina hjá stærstu iðnríkjum heims, svokölluðum G7-ríkjunum. Fundirnir fara fram í Frakklandi að þessu sinni. Trump lofaði Betum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna tveggja nú þegar öllum hindrunum verði rutt úr vegi með útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Í haust munu Bretar ekki lengur hafa „akkerið um öklann“ eins og hann kallar aðild að Evrópusambandinu. Johnson sagði að Trump þyrfti að afnema höft á bresk fyrirtæki hafi hann áhuga á að gera fríverslunarsamning við Bretland. „Það er mikil tækifæri í Bandaríkjunum fyrir bresk fyrirtæki, þau geta opnað bandaríska markaðinn. Við ætlum okkur að nýta þau tækifæri en það er undir bandarísku vinum okkar komið. Þeir þurfa að gefa aðeins eftir því það eru of margar hömlur,“ sagði Johnson fyrir fund þjóðarleiðtoganna. Eftir fund Trumps og Johnsons lýsti Bandaríkjaforseti hinum síðarnefnda sem „rétta manninum“ til að semja um útgöngusamning fyrir Bretland. Aðspurður hvort hann hefði einhver ráð fyrir forsætisráðherrann svaraði hann neitandi. „Hann þarf ekki á neinum ráðum að halda. Hann er rétti maðurinn í starfið.“
Bandaríkin Bretland Brexit Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29 Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45 Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15 „Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Bandaríkin verða að gefa eftir ef semja á við Bretland Vilji Bandaríkin gera viðskiptasamninga við Bretland verða bandarísk stjórnvöld að afnema höft sem sett hafa verið á innflutning frá Bretlandi. Þetta segir nýr forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 24. ágúst 2019 22:29
Landamærin enn til trafala fyrir Boris Fundir með Merkel og Macron gerðu lítið til þess að slá á áhyggjur af samningslausu Brexit. Landamæri Írlands og Norður-Írlands eru enn stærsta hindrunin. 24. ágúst 2019 08:45
Bretar sýni heilsteypta áætlun sem fyrst Angela Merkel Þýskalandskanslari tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að hann hefði 70 daga til að ná nýju samkomulagi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Áður hafði hún sagt að fresturinn væri 30 dagar. 23. ágúst 2019 07:15
„Boris Johnson vill ekki að hans verði minnst sem herra enginn samningur“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er í þröngri stöðu því hann hefur verið yfirlýsingaglaður á sama tíma og fulltrúar Evrópusambandsins eru við það að missa þolinmæðina. 24. ágúst 2019 11:38