Trump hefnir sín á Pelosi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 20:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Sjá meira