Segir starfsfólk aldrei hafa séð jafnslæmt ástand á bráðamóttöku Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2019 18:35 Helga Vala Helgadóttir telur að skortur á starfsfólki sé lykilvandi bráðamóttökunnar og segir nauðsynlegt að komið verði til móts við vanda spítalans. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hafi aldrei verið verra. Hún fór ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, fulltrúa Viðreisnar í velferðarnefnd, á Landspítalann í gær til að kynna sér aðstæður í kjölfar mikillar umræðu um bagalegt ástand á bráðamóttökunni. Helga, sem starfaði áður sem lögmaður á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, segir að starfsfólk spítalans hafi tjáð þeim að staðan hafi aldrei verið jafn slæm.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda„Ég held að ég geti fullyrt, og ég heyri að starfsfólkið segir að ástandið hafi aldrei verið jafnslæmt og núna,“ sagði Helga Vala í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Helga Vala telur að skortur á starfsfólki sé lykilvandi bráðamóttökunnar og segir nauðsynlegt að komið verði til móts við vanda spítalans. Um sé að ræða áður umtalaðan fráflæðisvanda. 25% sjúklinga sem komi inn á bráðamóttökuna eigi að flytja yfir á aðrar deildir spítalans en þær deildir séu oft fullar og geti ekki tekið við sjúklingunum.Telur ólíklegt að deildir verði opnaðar aftur Helga telur að þeim deildum sem hafi verið lokað víða á spítalanum í sumar sökum manneklu verði ekki opnaðar aftur á næstunni þar sem erfitt reynist að manna deildirnar með hjúkrunarfræðingum. „Af hverju er það? Það er af því að hjúkrunarfræðingar eru bara mjög ósáttir með sín kjör, og það sem er að gerast núna er að vegna aðhaldskröfu fjármálaráðherra á spítalann, það er aðhaldskrafa um hálfan milljarð, þá þarf spítalinn núna að taka þá ákvörðun að hætta með vaktaálag.“ Umrætt vaktaálag hafi verið neyðaraðgerð á sínum tíma til að reyna að fá hjúkrunarfræðinga til starfa við spítalann. „Sem þýðir bara það að þeir koma ekkert til starfa. Þeir bara yfir í önnur störf sem eru betur metin og betur launuð og þar sem að aðstæðurnar eru einhvern veginn betri. Þar sem þú þarft ekki að vera í 100% vinnu í vaktavinnu, því að rannsóknir sýna að það er gríðarlegt álag sem fylgir því,“ bætti Helga við.Starfsmannavandinn spili veigameiri þátt en aðstaða spítalansVandinn lýtur semsagt í þínum huga eftir þessa heimsókn að þetta sé starfsmannavandkvæði sem að þarna um ræðir en ekki húsnæði eða rými?„Já, ef maður horfir á bráðamóttökuna þá er það þannig að vandinn er hvað fólk er að stoppa lengi þar inni, af því að deildin getur ekki útskrifað fólkið.“ Fulltrúar velferðarnefndar heyrðu af því í heimsókn sinni að einstaklingur á bráðamóttökunni hafi verið þar í 55 klukkustundir þó að lengi hafi staðið til að útskrifa hann þaðan. „Fólkið þarna er að vinna undir ómennsku álagi, og hjúkrunarfræðingar og aðrir eru að koma hlaupandi inn á vaktir þegar það á að vera í vaktafrí og þess háttar, bara til þess að liðka til,“ sagði Helga.Erfitt fyrir sérfræðinga að athafna sig við endurlífgun Hún segir mikla hættu geta verið á ferðum þegar alvarleg slys eigi sér stað á borð við bílslysið í Borgarfirði um helgina. „Það verður svo mikil hætta á ferð, því að það er verið að reyna endurlífgun og þess háttar þegar að sjúkrabílinn er að koma inn.“ Að slíkri aðgerð komi fjöldi fólks og sérfræðinga sem eigi erfitt með að athafna sig. „Þeir komast ekki leiðar sinnar því að gangarnir eru fullir af bekkjum. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Helga Vala sagði þetta ekki vera eðlilegt ástand og kallar eftir aðgerðum. „Við verðum bara einhvern veginn að taka höndum saman og græja þetta. […] Við verðum að gera betur, það er bara þannig. Við höfum ekki val.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Völu Helgadóttur í heild sinni. Heilbrigðismál Landspítalinn Samfylkingin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. 19. september 2019 12:55 Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. 29. ágúst 2019 20:00 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hafi aldrei verið verra. Hún fór ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, fulltrúa Viðreisnar í velferðarnefnd, á Landspítalann í gær til að kynna sér aðstæður í kjölfar mikillar umræðu um bagalegt ástand á bráðamóttökunni. Helga, sem starfaði áður sem lögmaður á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, segir að starfsfólk spítalans hafi tjáð þeim að staðan hafi aldrei verið jafn slæm.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda„Ég held að ég geti fullyrt, og ég heyri að starfsfólkið segir að ástandið hafi aldrei verið jafnslæmt og núna,“ sagði Helga Vala í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Helga Vala telur að skortur á starfsfólki sé lykilvandi bráðamóttökunnar og segir nauðsynlegt að komið verði til móts við vanda spítalans. Um sé að ræða áður umtalaðan fráflæðisvanda. 25% sjúklinga sem komi inn á bráðamóttökuna eigi að flytja yfir á aðrar deildir spítalans en þær deildir séu oft fullar og geti ekki tekið við sjúklingunum.Telur ólíklegt að deildir verði opnaðar aftur Helga telur að þeim deildum sem hafi verið lokað víða á spítalanum í sumar sökum manneklu verði ekki opnaðar aftur á næstunni þar sem erfitt reynist að manna deildirnar með hjúkrunarfræðingum. „Af hverju er það? Það er af því að hjúkrunarfræðingar eru bara mjög ósáttir með sín kjör, og það sem er að gerast núna er að vegna aðhaldskröfu fjármálaráðherra á spítalann, það er aðhaldskrafa um hálfan milljarð, þá þarf spítalinn núna að taka þá ákvörðun að hætta með vaktaálag.“ Umrætt vaktaálag hafi verið neyðaraðgerð á sínum tíma til að reyna að fá hjúkrunarfræðinga til starfa við spítalann. „Sem þýðir bara það að þeir koma ekkert til starfa. Þeir bara yfir í önnur störf sem eru betur metin og betur launuð og þar sem að aðstæðurnar eru einhvern veginn betri. Þar sem þú þarft ekki að vera í 100% vinnu í vaktavinnu, því að rannsóknir sýna að það er gríðarlegt álag sem fylgir því,“ bætti Helga við.Starfsmannavandinn spili veigameiri þátt en aðstaða spítalansVandinn lýtur semsagt í þínum huga eftir þessa heimsókn að þetta sé starfsmannavandkvæði sem að þarna um ræðir en ekki húsnæði eða rými?„Já, ef maður horfir á bráðamóttökuna þá er það þannig að vandinn er hvað fólk er að stoppa lengi þar inni, af því að deildin getur ekki útskrifað fólkið.“ Fulltrúar velferðarnefndar heyrðu af því í heimsókn sinni að einstaklingur á bráðamóttökunni hafi verið þar í 55 klukkustundir þó að lengi hafi staðið til að útskrifa hann þaðan. „Fólkið þarna er að vinna undir ómennsku álagi, og hjúkrunarfræðingar og aðrir eru að koma hlaupandi inn á vaktir þegar það á að vera í vaktafrí og þess háttar, bara til þess að liðka til,“ sagði Helga.Erfitt fyrir sérfræðinga að athafna sig við endurlífgun Hún segir mikla hættu geta verið á ferðum þegar alvarleg slys eigi sér stað á borð við bílslysið í Borgarfirði um helgina. „Það verður svo mikil hætta á ferð, því að það er verið að reyna endurlífgun og þess háttar þegar að sjúkrabílinn er að koma inn.“ Að slíkri aðgerð komi fjöldi fólks og sérfræðinga sem eigi erfitt með að athafna sig. „Þeir komast ekki leiðar sinnar því að gangarnir eru fullir af bekkjum. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Helga Vala sagði þetta ekki vera eðlilegt ástand og kallar eftir aðgerðum. „Við verðum bara einhvern veginn að taka höndum saman og græja þetta. […] Við verðum að gera betur, það er bara þannig. Við höfum ekki val.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Völu Helgadóttur í heild sinni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Samfylkingin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. 19. september 2019 12:55 Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. 29. ágúst 2019 20:00 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. 19. september 2019 12:55
Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. 29. ágúst 2019 20:00
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43
Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00