Innlent

Banaslys á Borgarfjarðarbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hinn látni var erlendur ferðamaður.
Hinn látni var erlendur ferðamaður. Vísir
Farþegi annarrar bifreiðarinnar sem lenti í hörðum árekstri á Borgarfjarðarbraut í gær er látinn. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá lögreglu á Vesturlandi. Hinn látni var erlendur ferðamaður.Slysið varð um klukkan ellefu í gær við Grjóteyrarhæð. Borgarfjarðarbraut var lokuð í nokkrar klukkustundir á meðan hreinsun fór fram á vettvangi.Haft var eftir Gísla Björnssyni, yfirmanni sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að áreksturinn hafi verið afar harður. Fjórir voru í bílunum tveimur. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann og einn fluttur á heilsugæsluna á Borgarnesi.Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.


Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys varð á Borgarfjarðarbraut

Í samtali við Vísi staðfesti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að um mjög harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan.

Borgarfjarðarbraut opin að nýju

Búið er að opna aftur fyrir umferð um Borgarfjarðarbraut hjá Grjóteyri. Vegurinn er því greiðfær að nýju.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.