Innlent

Banaslys á Borgarfjarðarbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hinn látni var erlendur ferðamaður.
Hinn látni var erlendur ferðamaður. Vísir

Farþegi annarrar bifreiðarinnar sem lenti í hörðum árekstri á Borgarfjarðarbraut í gær er látinn. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá lögreglu á Vesturlandi. Hinn látni var erlendur ferðamaður.

Slysið varð um klukkan ellefu í gær við Grjóteyrarhæð. Borgarfjarðarbraut var lokuð í nokkrar klukkustundir á meðan hreinsun fór fram á vettvangi.

Haft var eftir Gísla Björnssyni, yfirmanni sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að áreksturinn hafi verið afar harður. Fjórir voru í bílunum tveimur. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Landspítalann og einn fluttur á heilsugæsluna á Borgarnesi.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir.


Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys varð á Borgarfjarðarbraut

Í samtali við Vísi staðfesti Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, að um mjög harðan árekstur hafi verið að ræða þar sem tveir bílar keyrðu beint framan á hvorn annan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.