Netheimar loga vegna skógarelda í Amazon frumskóginum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 23:15 Amazon regnskógurinn í ljósum logum. getty/Universal Images Group Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði. Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Miklir skógareldar loga í Amazon frumskóginum og ollu þeir því í gær að það varð rafmagnslaust í brasilísku borginni Sao Paulo. Þúsundir hafa lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins í Amazon. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rafmagnið fór af í rúman klukkutíma á mánudag vegna þess að sterkir vindar blésu reyk frá skógareldunum sem geysa nú í Amazonas og Rondonia ríkjunum, sem eru í meira en 2700 kílómetra fjarlægð frá borginni. Myllumerkið #prayforamazonia, sem hægt er að þýða sem „biðjið fyrir Amazoníu,“ varð vinsælt á Twitter og meira en 150.000 tíst fjölluðu um skógareldana. Í samtali við BBC sagði Gianvitor Dias, íbúi í Sao Paulo, að það hafi nánast verið eins og dagur yrði að nóttu þegar reykurinn lá yfir borginni. Allir borgarbúar hafi talað um ástand himinsins vegna þess að jafnvel á rigningardögum yrði ekki svo þungbúið.Just a little alert to the world: the sky randomly turned dark today in São Paulo, and meteorologists believe it’s smoke from the fires burning *thousands* of kilometers away, in Rondônia or Paraguay. Imagine how much has to be burning to create that much smoke(!). SOS pic.twitter.com/P1DrCzQO6x — Shannon Sims (@shannongsims) August 20, 2019 Mörg vinsælustu tístanna um málið gagnrýndu forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, vegna aðgerðarleysis. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur vegna rýrnunar Amazon skógarins síðan valdatíð hans hófst í janúar. Þar á meðal hafa vísindamenn frá Geimrannsóknarstofnun Brasilíu sagt skógana hafa minnkað töluvert síðan Bolsonaro tók við embætti.Quando vamos nos unir? Jair Bolsonaro tá se lascando pela Amazônia, as pessoas não estão falando sobre isso sendo que nosso maior Patrimônio Natural tá sendo DESTRUÍDO! Precisamos acordar e ver a REALIDADE! O ser humano tá acabando com nosso planeta.#PrayforAmazoniapic.twitter.com/idfDJ4hjlo — bea (@expIicitchanel) August 20, 2019 Forsetinn hefur þó lítið látið gagnrýnisraddir á sig fá og svaraði hann vísindamönnunum á þann máta að gögnin sem þau byggðu gagnrýni sína á endurspegluðu ekki raunveruleikann. Auk þess ásakaði hann sömu vísindamennina um að rægja landið fyrir augum alþjóða.Três anos atrás, o mundo via o Brasil celebrando a natureza e incentivando a preservação ambiental na abertura do maior evento esportivo do planeta. Hoje, nós vemos a Amazônia, nossa maior riqueza, em chamas por mais de 16 dias. Retrocesso? #PrayforAmazoniapic.twitter.com/6vZcLxEdGO — william (@wixlxax) August 20, 2019 Netverjar lýsa nú yfir áhyggjum sínum vegna náttúruspjalla í skóginum, sem er stærsti regnskógur á jörðinni, og hvaða áhrif eldarnir muni hafa á vistkerfi skógarins. Í myndum frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sést að gróðureldarnir geisa á stórum landsvæðum í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ. Amazonas ríkið lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna fyrr í þessum mánuði.
Brasilía Loftslagsmál Skógareldar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira