Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 23:15 Pedro Sánchez fagnar sigri í kosningunum. Þrátt fyrir að flokkurinn sé sá stærsti eftir kosningar er ljóst að afar erfitt verður að mynda ríkisstjórn. Vísir/AP Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins. Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins.
Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29
Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05