Meintir mannræningjar fullyrða að Anne-Elisabeth sé á lífi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 10:34 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Meintir mannræningjar Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, settu sig í samband við fjölskyldu hennar í júlí. Fjölskyldan segir að mannræningjarnir fullyrði þar að Anne-Elisabeth sé á lífi. Engin staðfesting hafi þó enn fengist þess efnis.Sjá einnig: Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, boðaði til í Ósló klukkan tíu í morgun að íslenskum tíma. Holden upplýsti blaðamenn um að mánudaginn 8. júlí síðastliðinn hefðu hinir meintu mannræningjar svarað skilaboðum sem fjölskyldan sendi þeim í maí og þar hafi verið að finna frekari upplýsingar um hvarf Anne-Elisabeth. Holden vildi þó ekki fara nánar út í þessar upplýsingar á blaðamannafundinum. Í skilaboðunum sem bárust fjölskyldynni 8. júlí hafi jafnframt komið skýrt fram að Anne-Elisabeth væri á lífi. „En okkur hefur ekki borist staðfesting á því að það sé rétt,“ sagði Holden. „Það kæmi mér á óvart ef lögregla útilokaði nú að Hagen gæti verið á lífi,“ bætti hann við. Holden kvað fjölskylduna nú vænta þess að skrið kæmist á málið. Næsta útspil yrði hjá hinum meintu mannræningjum. Holden vildi ekki tjá sig um það hvenær síðast hefði verið haft samband við þá en upplýsti að öll samskipti færu fram á norsku. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um hvort þeir væru norskir.Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar.Vísir/EPAEkkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í Lørenskógi þann 31. október í fyrra en hinir meintu mannræningjar kröfðust yfir milljarðs íslenskra króna í lausnargjald í órekjanlegri rafmynt. Í byrjun ágúst hafði norska dagblaðið VG eftir heimildarmönnum sínum að Hagen-fjölskyldunni hefði borist ný lausnargjaldskrafa í júlí. Þá hefði eiginmaður hennar greitt yfir tíu milljónir norskra króna, um 136 milljónir íslenskra króna, gegn því að fá staðfestingu á því að hún væri á lífi. Slík staðfesting hefði ekki borist, þrátt fyrir greiðslurnar. Í lok júní gaf lögregla það út að hún teldi að Anne- Elisabeth hefði verið myrt. Þannig væri ekki gengið lengur út frá því að henni hefði verið rænt gegn lausnargjaldi heldur hefði mannránið verið sett á svið. Þetta var m.a. byggt á því að ekki hafði fundist lífsmark með Anne-Elisabeth þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölskyldu hennar, auk þess sem ekkert hafði þá heyrst frá hinum meintu ræningjum síðustu mánuði. Holden gagnrýndi lögreglu fyrir þessa stefnubreytingu á sínum tíma. Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar í Lillestrøm í dag vegna hvarfs Anne-Elisabeth. Fundurinn hefst klukkan tólf á hádegi að íslenskum tíma. Í spilaranum hér að neðan má sjá upptöku af blaðamannafundi Holden í dag.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38 Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14 Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Svikahrappar reyna að kúga fé út úr eiginmanni Anne-Elisabethar Lögregla hefur nokkrar slíkar tilraunir til rannsóknar. 8. apríl 2019 08:38
Telja að mannránið hafi verið sviðsett til að hylma yfir slóð morðingja Lögregla í Noregi telur nú að Anne Elisabeth Hagen, ein ríkasta kona Noregs sem hvarf af heimili sínu í október í fyrra, hafi verið myrt. 26. júní 2019 11:14
Hefja leit í öðru stöðuvatni Lögregla í Noregi leitaði í gær í tveimur stöðuvötnum, Langvannet og Vesletjernet, sem bæði eru í grennd við heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem rænt var í lok október síðastliðnum. 30. apríl 2019 07:44