Telja sig hafa náð að skima fyrir síþreytu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. maí 2019 13:15 Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Vísir/getty Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira
Rannsakendur við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum telja sig hafa náð að þróa greiningaraðferð fyrir síþreytu (e. Chronic fatigue Syndrome). Fram að þessu hefur ekki verið hægt að sýna fram á líffræðilegar vísbendingar um sjúkdominn. Sjúkdómsgreiningin hefur þannig eingöngu byggst á upplifunum fólks sem telur sig þjást af honum og einkennum þeirra. Nú binda rannsakendurnir vonir við að hafa fundið leið til að skima fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Ron Davis, prófessor í lífefnafræði og erfðafræði, sem átti hugmyndina að aðferðinni og tók þátt í að þróa hana, segir að það sé allt of algengt að læknar afskrifi síþreytu sem hugarburð fólks. Davis og Rahim Esfandyarpour, prófessor við Stanford, og samstarfsfólk settu á fót rannsókn til að sannreyna nýtt greiningarkerfi fyrir síþreytu með blóðrannsókn. Rannsóknarteymið framkvæmdi rannsókn á fjörutíu þátttakendum. Helmingur þátttakenda sagðist þjást af síþreytu en hinn ekki. Ritgerð sem gerir grein fyrir aðferðum og niðurstöðum rannsóknarinnar var á dögunum birt í vísindatímaritinu The Proceedings of the National Academy of Sciences. Blóðsýni var tekið úr öllum þátttakendum en greiningarkerfið byggist í grunninn á því hvernig ónæmisfrumur bregðast við streitu. Hið nýja greiningargerfi leiddi til nákvæmrar niðurstöðu og náði að greina í sundur þá sem sögðust fyrir rannsóknina þjást af síþreytu frá hinum heilbrigðu sem kenndu sér einskis meins. Góðu fréttirnar eru þær að talið er að greiningarkerfið, sem þó er enn á frumstigi, gæti orðið til þess að finna lyf sem hugsanlega gætu meðhöndlað síþreytu og þannig bætt lífsgæði fólks sem þjáist af hinum hvimleiða sjúkdómi. Hingað til hafa læknar gefið sjúkdómsgreininguna þegar allir aðrir sjúkdómar hafa verið útilokaðir. Greiningin hefur þá byggt á einkennum sem sjúklingar hafa lýst á borð við örmögnun, ljósnæmni og óútskýrðan sársauka.Fann vísbendingu í blóðsýni sonar síns Davis lagði upp í „rannsóknarleiðangurinn“ af persónulegum ástæðum og í örvæntingarfullri leit að svörum því sonur hans hefur þjáðst af ME eða síþreytu í rúman áratug. Hann vildi ólmur finna líffræðilegar sannanir fyrir sjúkdómnum því þær gætu orðið forsenda þess að finna viðeigandi meðferð. Davis kom auga á mögulega vísbendingu um sönnun fyrir sjúkdómnum þegar hann rannsakaði blóðsýni sonar síns. Uppgötvunin varð til þess að hann leitaði til Esfandyarpour sem hjálpaði honum að þróa greiningaraðferðina. „Við sjáum mjög greinilegan mun á því hvernig ónæmisfrumur í annars vegar fólki sem þjáist af síþreytu og hins vegar heilbrigðu fólki bregðast við streitu.“ „Við vitum ekki nákvæmlega hvers vegna frumurnar og blóðvökvinn haga sér með þessum hætti og raunar ekki heldur hvað þær eru yfir höfuð að gera,“ segir Davis og bætir við: „Þetta er vísindaleg sönnun þess að sjúkdómurinn er ekki bara ímyndun sjúklinganna“. Á heimasíðu ME-samtakanna segir að sjúkdómnum fylgi fjölmörg einkenni sem lýsi sér aðallega í skertri virkni heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni frumna. ME hefur verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni WHO síðan árið 1969.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Innlent Fleiri fréttir Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Sjá meira