Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:01 Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Vísir/Getty Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira